Hagnaður Bónuss/Hagkaupa er í Icesave-ábyrgð

Í hrun varð Baugur, sem átti Bónus/Hagkaup, gjaldþrota og Finnur Árnason forstjóri stóð frammi fyrir atvinnumissi. Í stað þess að fara eðlilega markaðsleið, stöðva gjaldþrota rekstur, voru opinberir peningar notaðir til að bjarga Finni.

Ríkisbankar fjármögnuðu Bónus/Hagkaup, sem var tekið úr Baugssamstæðunni, og peningar verkalýðshreyfingarinnar voru virkjaðir í að kaupa Bónus/Hagkaup sem urðu Hagar. Finnur og nýir félagar hans, þeir Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson, sem áður höfðu braskað með Húsasmiðjuna inn í Baugssamsteypuna, fengu þannig opinbera ábyrgð á kaupum á fákeppnisrekstri sem hefur skilað þeim milljörðum í öruggan hagnað.

Fákeppnisforstjórinn vill vitanlega komast með klærnar í enn meiri peninga með því að gera sig gildandi í framleiðslu matvæla.

Væri ekki nær að við héldum þjóðaratkvæði um fákeppni í smásölu á matvælum?


mbl.is Á við þrefalt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir að rifja þetta upp. Þessi Finnur grýtir úr Glerhúsinu sínu og þeira  Hallbjarnar og Árna. Þessir menn eiga þá sögu að baki að þeir ættu ekki að fá að hafa það kverkatak á almenningi sem þeir hafa. 

Halldór Jónsson, 2.1.2016 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband