Fimmtudagur, 31. desember 2015
Góða fólkið og félagsleg harðstjórn
Freki karlinn og góða fólkið eru heiti á meginstraumum í pólitík í grein Þórðar Snæs Júlíussonar. Þórður segir m.a. um góða fólkið
Það er oft stutt í vandlætinguna hjá góða fólkinu. Þá breytist ætlað umburðarlyndi í heiftúðlega andúð gagnvart skoðunum þeirra sem horfa öðruvísi á heiminn en með þeirra góðu gleraugum. Þrátt fyrir allt frjálslyndið er alltaf ein skoðun réttari en önnur.
Eitt annað einkenni góða fólksins, sem Þórður nefnir ekki, er stöðug viðleitni þeirra til að búa til hópa, bæði á samfélagsmiðlum og í kjötheimum á Austurvelli. Góða fólkið er í stöðugri leit að meirihluta í þessu eða hinu málinu. Og meirihlutinn er alltaf notaður til að berja á einhverjum sem nýtur ekki hylli góða fólksins. Þetta einkenni, ásamt rétttrúnaðinum, fellur eins og flís við rass að skilgreiningu stjórnspekinga eins og Mill og Tocqueville á félagslegri harðstjórn.
Forsætisráðherra rekur eitt dæmi af mörgum í áramótaávarpi í Morgunblaðinu í dag af harðstjórn góða fólksins. Hagstofan birti upplýsingar um fólksflutninga til og frá landinu sem voru í andstöðu við þann spuna góða fólksins um að landið væri að tæmast af ungu fólki. Góða fólkið gerði hróp að embættismönnum sem tóku saman tölfræðilegar upplýsingar.
Ógnarorðræða góða fólksins er aðeins orð á meðan það er án valda. Komist góða fólkið í valdastöðu, líkt og gerðist kjörtímabilið 2009-2013, flyst ógnarorðræðan inn í stjórnarráðið. Enda logaði Ísland í illdeilum allt það kjörtímabil.
Athugasemdir
Ágætt ef augu Þórðar Snæs eru að opnast, þó ekki sé nema til hálfs.
Gleðilegt ár, Páll og þakka þér fyrir marga góða pistla á árinu.
Ragnhildur Kolka, 31.12.2015 kl. 17:25
Hugsanlega er þessi félagslega harðstjórn ástæða þess að almennum ferðamönnum í ævintýraleit berast nú líflátshótanir. Enn hefur enginn góðhjartaður tekið upp hanskann fyrir þessa tekjulind landsins eða verndað með rasistastimpli á ósátta.
Gleðilegt ár.
Kolbrún Hilmars, 31.12.2015 kl. 17:46
Þessi skilgreining Tocqueville hlýtur í tilfelli góða fólksins á Islandi,að taka til brennandi eftirsjár í völdin sem skyldu vara til eilífðar. Óska þér Páll og gestum þínum gleðilegs nýjárs,þakka þér allt gott á liðnu ári.
Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2015 kl. 18:05
Já það er merkilegt hvað þeir sem opinbera í hátölurum hvað þeir eru hjálpsamir og velviljaðir við flóttamenn og veika, hata mikið.
Elle_, 31.12.2015 kl. 19:10
Þetta "góða fólk" ykkar, (hljómar alltaf eins og þið séuð að tala um álfa & huldufólk) eru fasistar. Mussolini style.
Ef það kvakar eins og önd, kjagar eins og önd, flýtur eins og önd, þá er það önd.
Ásgrímur Hartmannsson, 1.1.2016 kl. 05:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.