Miðvikudagur, 30. desember 2015
Ríki íslams er meira en landssvæði
Gangi það eftir, að Ríki íslams í Írak og Sýrlandi verði afmáð á næsta ári, mun öfgahyggjan að baki engu að síður lifa áfram.
Ríki íslams er afsprengi trúarmenningar múslíma sem tekur mið af heimsmynd miðalda fremur en nútíma. Trúarmenningin er samofin siðum og venjum arabískra múslíma.
Tilraunir til lýðræðis í miðausturlöndum mistakast. Meira en helmingur, 57%, aðspurðra í stórri könnun meðal múslíma segja arabíska vorið hafa verið neikvætt.
Lýðræði er vestrænt fyrirbrigði og ekki sjálfgefið að það verði heimfært upp á aðra menningu. En þegar múslímar hafa fengið smjörþefinn af samfélagi stjórnað samkvæmt kennisetningum spámannsins, eins og Ríki íslams, er tímbært að bjóða upp á valkost sem stendur nær nútíma en miðöldum. Múslímar verða sjálfir að ráða fram úr sínum málum.
Ríki íslams verður tortímt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.