Þriðjudagur, 29. desember 2015
Allir ánægðir með forsetann - nema vinstrimenn
Píratar, hægrimenn og ópólitískir eru allir ánægðir með Ólaf Ragnar Grímsson í starfi forseta. Einu pólitísku afbrigðin sem eru ósáttir við forsetann eru stuðningsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna.
41 prósent stuðningsfólks Pírata er ánægt með störf Ólafs Ragnars, en 32 prósent óánægt. Dyggustu stuðningsmenn forsetans koma úr röðum framsóknarmanna, 81 prósent ánægja er með forseta lýðveldisins þar á bæ. Ánægjuhlutfall sjálfstæðismanna er 66 prósent. Þá er afgerandi stuðningur við Ólaf Ragnar meðal þeirra sem standa utan stuðningsmanna flokka og framboða.
Óánægjan með Ólaf Ragnar er bundin við stuðningsmenn Samfylkingar, 55 prósent, og Vg, 49 prósent.
Vinstrimenn fyrirgefa Ólafi Ragnari ekki að senda Icesave-lögin tvisvar í þjóðaratkvæði þar sem almenningur rassskellti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og gerði hana óstarfhæfa.
47,8% ánægð með störf forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá eru 52,2% óáægðir vinstrimenn??? Slegið!!!
Jónas Ómar Snorrason, 30.12.2015 kl. 00:46
Og meirihlutinn óánægður Páll.
Jónas Ómar Snorrason, 30.12.2015 kl. 00:55
Ríkisstjórnir eru til þess að vinna að hagsmunarmálum fólksins sem myndar þjóðina.
Hvort skyldi það hafa verið vegna greindarskorts eða virðingarleysi fyrir fólkinu í landinu sem ríkisstjórn Jóhönnu sat og beið eftir að kjörtímabilinu lyki?
Hrólfur Þ Hraundal, 30.12.2015 kl. 07:50
Ólafur Grímsson áttaði sig í Icesave málinu og hefur staðið með þjóðinni gegn misvitrum stjórnvöldum síðan.
Það hafði hann aldrei gert fyrr. Hvað það var sem olli þessum skyndilega þroska hans veit ég ekki, en það sem hann gerði fyrir okkur varðandi Icesave var svo mikilvægt að fram hjá því verður ekki gengið.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.12.2015 kl. 08:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.