Mánudagur, 28. desember 2015
Flóttamenn og dauði fjölmenningar
Þjóðverjum þykir ekki verra að Danir leiði andófið gegn opnum landamærum Evrópu fyrir flóttamönnum. Spiegel segir frá ráðstöfunum Dana við að stemma stigu við flóttamannastraumi, m.a. hertar reglur um sameiningu flóttamannafjölskyldna og upptöku reiðufjár flóttamanna, sem fá allt greitt af danska ríkinu.
Færri flóttamenn sækja um hæli í Danmörku en Svíþjóð og Þýskalandi, segir Spieel vera áhrif harðari stefnu danskra yfirvalda.
Á meðan Danir herða reglur um viðtöku flóttamanna eru Þjóðverjar alveg búnir að snúa við blaðinu hvað áhrærir aðlögun þeirra. Til skamms tíma var í nafni fjölmenningar talið sjálfsagt að flóttamenn yrðu ríki í ríkinu, byggju í sér hverfum tíðkuðu sína siði og trú rétt eins og þeir væru heima hjá sér. Ekki lengur.
Jóhanna Wanka menntamálaráðherra Þýskalands segir það skyldu flóttamanna að aðlagast þýsku samfélagi. Samkvæmt FAZ felur það í sér að flóttamenn læri þýsku, skilji þýskt gildismat og fallist á grunnreglur þýsks samfélags.
Vesturlönd eru óðum að læra af þeirri reynslu að fjölmenning elur af sér haturshópa sem í nafni trúarmenningar múslíma ráðast með manndrápum á vestræn gildi.
Ósáttur við flóttamannasáttmála SÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.