Árni Páll grætur nýsköpun Össurar

Björt framtíð var hönnuð af Össuri Skarphéðinssyni þegar hann var utanríkisráðherra. Hann fékk tvo samfylkingarkettlinga, Guðmund Steingrímsson, sem dvalið hafði um hríð í Framsóknarflokknum, og Róbert Marshall til að vera andlit flokksins.

Björt framtíð þjónaði tvíþættu hlutverki. Í fyrsta lagi að rjúfa einangrun Samfylkingar í ESB-málum og í öðru lagi að sópa upp óánægjufylgi Samfylkingar. Björt framtíð varð ,,mjúkur" flokkur, ekki með einarða afstöðu í neinu máli en sammála flestu til vinstri og frjálslegu. ESB-stefna flokksins var að ,,kíkja í pakkann".

Flokkshönnunin klúðraðist. Í stað þess að sópa upp óánægjufylgi þá geirnegldi Björt framtíð stærsta ósigur nokkurs stjórnarflokks í Vestur-Evrópu eftir stríð. Fylgi Samfylkingar hrapaði úr tæpum 30 prósentum í 12,9% í síðustu kosningum. ,,Kíkja í pakkann" stefnan hjálpaði Samfylkingu lítt enda ESB-málið sjálfdautt fyrir kosningar þegar vinstristjórnin gerði hlé á aðildarferlinu.

Skiljanlega grætur Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar pólitíska nýsköpun hins síkáta Össurar.


mbl.is Skylda að reyna ríkisstjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband