Varoufakis líkir ESB við Sovétríkin

Evrópusambandið er eins og Sovétríkin. Almennt var vitað að þau hryndu en ekki hvernig eða nákvæmlega hvenær.

Yanis Varoufakis, fyrrum fjármálaráðherra Grikklands, býður upp á þessa líkingu á heimasíðu sinni, þar sem hann endurbirtir viðtal við sig í L'Espresso.

Í lok viðtalsins boðar Varoufakis evrópska hreyfingu róttækra til að bjarga Evrópusambandinu frá sjálfu sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var það ekki hann sem var rekinn úr ríkisstjórn Grikklands? Og er það akkúrat sem Evrópa þar það er rótæklingar til að setja þar allt í enn meiri deilur?

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.12.2015 kl. 11:58

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hann var ekki rekinn úr stjórn Grikklands, Magnús Helgi. Hann sagði sig úr stjórninni eftir að ljóst var að vilji Grikkja og lýðræðið þar í landi hafði verið fótum troðið af embættismönnum ESB og framkvæmdastjórn þess óskaplings.

Gunnar Heiðarsson, 27.12.2015 kl. 12:26

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

ESB fellur ekki vegna eins manns Páll, það áttu að vita, hafir þú eithvað milli eyrnana. það þarf ansi mikinn vilja, til þess að líkja ESB við Sovétríkin, eiginlega það mikinn, að þeim sem það gerir, hljóti að líða verulega illa. Líður þér illa Páll???

Jónas Ómar Snorrason, 27.12.2015 kl. 12:30

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lýst er eftir ESB-Stalín, ESB-Gúlagi, 20 milljónum ESB-drepinna í hreinsunum og hungursneyð o.s.frv. til að fullkomna samlíkinguna. 

Ómar Ragnarsson, 27.12.2015 kl. 14:26

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jónas Ómar, þú hefðir átt að lesa færsluna áður en þú fórst að bulla.  Páll nefnir það hvergi í færslunni að ESB falli VEGNA Varoufakis heldur sé það skoðun Varoufakis að ESB hrynji eins og Sovétríkin gerðu og ekki var Páll að líkja ESB við Sovétríkin en það gerði Varoufakis.  Það verður varla dregin ályktun um líðan manna ef þeir tala um skoðanir annarra???

Jóhann Elíasson, 27.12.2015 kl. 14:49

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru þá framsóknarmenn og sjallar auk talsmanna SFS, - orðnir sammála Farúfakís í pólitík?

Vitiði hvernig pólitík hann var með?

Ef þið kynntuð ykkur það, þá verður strax skiljanlegt afhverju hann var rekinn.

Svo ættu menn að kynna sér hvað gerðist í Grikklandi eftir valdatöku Syrisa í kjölfar alls lýðskrumsins.   

Það gerðist eiginlega ekkert af því sem þeir lofuðu.

En vegna sundurþykkis grikkja og útbreidds vantrausts á stjórnmálum, þá tókst Tsiprasi að ná lykilstöðu.  Sá eini sem hafði eitthvert fylgi, hann ýti þeim róttækustu í burtu og hefur tekist furðanlega að sigla milli skers og báru síðan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.12.2015 kl. 16:02

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, þið talsmenn lokaðs Íslands(fyrir sérhagsmuni)eruð einmitt á þessari hræðsluskoðun, að líkja ESB við Sovétríkin sálugu. Þannig hver er að bulla, þú. Páll er ekki að setja fram þennan texta af því hann átti ekkert annað til að setja fram!

Jónas Ómar Snorrason, 27.12.2015 kl. 16:51

8 Smámynd: Elle_

Aftur úldni brandarinn um lokað Ísland ef við viljum ekki lokast inni í ESB, Jónas?  Nú vantar bara hina brandarana sem oft fylgja með um útlendingahatrið og útlendingaóttann.

Elle_, 27.12.2015 kl. 19:26

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er nú farið að slá vel í þennann hjá þér Elle, að lönd lokist inni í ESB, þegar reyndin er allt önnur. Fyrir 3-4 árum var þjóðaratkvæðagreiðsla í Hollandi t.d. um það hvort þeir vildu vera áfram eða segjs sig úr ESB. Niðurstaðan var sú að vera áfram í ESB.  

Jónas Ómar Snorrason, 28.12.2015 kl. 07:19

10 Smámynd: Elle_

Mér er alveg sama hvað Hollendingar vilja.  Við erum ekki á meginlandi Evrópu eins og þeir.  En að við séum innilokuð ef ekki þar er rakalaust.  Það er eins og þið hafið rörsýn á heiminn.

Elle_, 28.12.2015 kl. 10:55

11 Smámynd: Elle_

Svisslendingar vildu aldrei vera í þessu bákni (sem þið ESB-sinnar virðist rugla saman við Evrópu).  Svissland er líklega lýðræðislegasta land heims og ekki eru þeir innilokaðir. 

Elle_, 28.12.2015 kl. 12:14

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Holland var einungis dæmi um það, að lönd lokist ekki inni í ESB, eins og þú hélst fram. Meðan ég get staðhæft að Ísland er lokað land, aðallega vegna sérhagsmuna. Síðan ætlar Bretland að spyrja þjóðina 2017

Jónas Ómar Snorrason, 29.12.2015 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband