Þriðjudagur, 22. desember 2015
Evran er vond hagfræði og misheppnuð pólitík
Evran er hagfræðileg mistök. Hún skilar lágum hagvexti en miklu atvinnuleysi. Evran átti að auka samhljóm Evrópu en skilar öndverðri niðurstöðu.
Vegna evrunnar og afleiðinga af innleiðingu hennar vex sundurþykkja í Evrópu.
Samfylkingin, eini ESB-flokkur landsins, er fangi vondrar hagfræði og misheppnaðra stjórnmála.
Telja Finnland betur sett án evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er á sama máli, að þessi “Evra” er alveg mislukkaður gjaldmiðill.
Þá tel ég að allur þessi peninga- og fjármála gjörningur, sé alfarið að undirlagi Þjóðverja, og að markmiðið sé aðeins eitt af hálfu Þjóðverja. Og að mínu mati, þá er sá tilgangurinn með evrunni, að Þjóðverjar nái fullum yfirráðum yfir öllum löndum Evrópu. Sú hefur verið stefna Þjóðverja um aldir, og er ekkert nýtt.
Tryggvi Helgason, 22.12.2015 kl. 19:03
Það er nú eitthvað sem passar ekki í þessum pistli frekar en öðrum höfundar.
Og allar þjóðir Evrópu fatta ekki snilldina við að hafa krónu? Bara íslenskir framsjallar og sérhagsmunaklíkur fatta það? Allir hinir eru svo vitlausir eða?
Jafnframt er nú einkennilegt ef allt er svo í eldhafi í Evrulandi, - að þangað skuli streyma um ein milljón flóttamanna! Ein milljón í eldhafið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.12.2015 kl. 19:40
Og hver er samanburðurinn, Ómar Bjarki? Við stríðshrjáð lönd og önnur aftarlega á merinni í islamska heiminum! Er ekki eðlilegt að menn flýi þaðan, jafnvel til ESB?!
En þakkarverður er pistillinn Páls. Og smellið á fréttartengilinn -- Finnar tala af reynslu! --
Jón Valur Jensson, 23.12.2015 kl. 03:13
Ómar Bjarki virðist halda að við sem viljum halda í íslensku krónuna höldum að krónan sé eitthver undra gjaldmiðill, en svo er ekki. Við getum breitt nafni gjaldmiðilsins,kallað hann t.d. pund, mörk, dollar eða eitthvað allt annað, en meðan gjaldmiðillinn er okkar er hann það tæki sem stjórnvöld nota sem henta okkur Íslendingum. Það myndi ekki koma Írum að neinu gagni að hafa íslensku krónuna og við höfum aldrei haldið slíku fram. Írar ættu að hafa sitt írska pund og Finnar sitt finnska mark og við eigum að halda í okkar íslensku krónu, þannig geta þessar stjórnvöld best haft áhrif á efnahag sinna landa.
Tómas Ibsen Halldórsson, 23.12.2015 kl. 09:58
Rétt, Tómas, vel mælt.
Jón Valur Jensson, 23.12.2015 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.