Jón Ásgeir dragbítur á Fréttablaðið/365-miðla

Ef Jón Ásgeir Jóhannesson, með sinn feril frá útrás til sérstaks saksóknara, ætti ekki Fréttablaðið/365-miðla væri sennilega enn verr komið fyrir RÚV en raun er á.

Ritstjóri Jóns Ásgeirs, Kristín Þorsteinsdóttir, skrifar leiðara um ánauð landsmanna af RÚV. Flest er þar maklega sagt.

En þegar fólk veltir fyrir sér valkostunum, RÚV eða Jóns Ásgeirs-miðlar, ber RÚV af eins og gull af eiri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Til að allrar sanngirni sé nú gætt í svona umræðu, þá eru dómstólar á Íslandi ómannúðlegir og óverjandi dragbítar á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fjölmörgum öðrum, sem hafa lifað á lögspillta, dómstólalögfræðiverjandi, ruglaða og spillta Íslandi.

Það er löngu tímabært að horfast í augu við staðreyndir!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2015 kl. 23:21

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Íslendingar hafa Jón Ásgeirss-miðla, RÚV og Ekki-Baugsmiðilinn Pál Vilhjálmsson, o.s.frv. Fjölbreytni í fjölmiðlun er af hinu góða. Allir vinna! :)

Wilhelm Emilsson, 19.12.2015 kl. 23:56

3 Smámynd: Steinarr Kr.

Þú ræður hvort þú kaupir af Joni Ásgeiri.  Gjaldið fyrir RÚV er tekið með sköttum og stjórnendur stofnunarinnar geta ekki einu sinni unnið eftir gildandi lögum, heldur gera áætlanir út frá loftkastalaloforðum.

Leyfðu mér að eiga val og ég vel frekar Jón Ásgeir.

Steinarr Kr. , 20.12.2015 kl. 00:10

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ekki var ég að tala tilverurétt ríkisútvarpsins niður með minni athugasemd. Heldur að benda á að það er ekki viðurkennt í siðmenntaðra mannúðarsamfélögum að halda fólki í áratuga dómstóla-aftökum, án þess að úrskurða fólk endanlega annaðhvort sekt eða saklaust.

Nægir þessum djöflum sem stýra dómskerfinu ekki að hafa náð að koma Jóhannesi Jónssyni og fyrrverandi eiginkonu hans í gröfina með óverjandi dómsstóladjöflagangi? Er hægt að hegna syni þeirra mikið meira en orðið er?

Getur villimennskan á Íslandi fengið að viðgangast endalaust, bara ef löglærðir siðlausir menn verja endalaust óverjandi lögleysið?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.12.2015 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband