Slátrun í Sýrlandi - spurningin er hver hverjum

Alavítar eru um 12 prósent Sýrlendinga. Assad-feðgar eru alavítar og ráðandi í Sýrlandi í bráðum hálfa öld. Ut­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, Laurent Fabius, segir um Assad forseta:

„Hvernig get­ur þessi maður sam­einað þjóð sem hann hef­ur að að hluta slátrað? Sú hug­mynd að hann bjóði sig aft­ur fram í kosn­ing­um er óá­sætt­an­leg.“

Ef Assad hrekst frá völdum verður alavítum slátrað af súnnum, fái þeir völdin í Sýrlandi. Aðrir minnihlutahópar eru Kúrdar, Drúsar, kristnir Arabar, Túrkmenar, Armenar og fleiri.

Engin leið er að stjórna Sýrlandi nema einn hópur sitji yfir hlut annarra. Spurningin er aðeins hvaða hópur það eigi að vera.


mbl.is Hvergi minnst á Assad í ályktun ráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er nátúrlega möguleiki að skifta landinu.  Þannig þarf enginn að þrúga alla hina, og allir geta verið ósáttir.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.12.2015 kl. 18:02

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Var ekki sæmilega viðunandi friðsamlegt ástand í Sýrlandi, þegar vestrænu og austrænu heimsmafíukóngarnir banka/stjórnsýslurænandi, dóps-svartmarkaðskúgandi og baktjaldakúgandi byrjuðu að ráðast að þjóðkjörinni stjórn Sýrlands?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.12.2015 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband