Föstudagur, 18. desember 2015
Þjóðverjar vilja Pútín með gegn múslímum
Þjóðverjar vilja friðmælast við Rússa og ná bandalagi við þá gegn upplausninni í ríkjum múslíma, sem bæði veldur flóttamannastraumi til Evrópu og hryðjuverkum í evrópskum borgum.
Leiðtogi kristilegra demókrata í Bæjaralandi, Horst Seehofer, mun á nýju ári fara í tvær heimsóknir til Pútíns forseta Rússlands. Af því tilefni segist Seehofer efins um refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi.
ESB setti viðskiptabann á Rússland vegna deilna um forræðið yfir Úkraínu, sem er land í upplausn á mörkum áhrifasvæða ESB og Rússa í Austur-Evrópu. Þótt milljónir flóttamanna streymi frá Úkraínu vegna átakanna þar, flestir fara til Rússlands, er ekki sama uppnámið vegna þeirra og múslímsku flóttamannanna er sækja til Evrópu. Ríki Evrópu eru vön fólksflæði sín á milli - múslímar eru ekki hluti þeirrar sögu.
Seehofer segir nauðsynlegt að eiga Rússa sem bandamenn í glímunni við ófrið hér og hvar í heiminum. Pútín gerði Rússa að áhrifavaldi í mið-austurlöndum með sterkri viðveru í Sýrlandi.
Heimsóknir Seehofer til Rússlands og efasemdir um viðskiptabann ESB á Rússa sýna að Úkraínudeilan er orðin að aukaatriði. Baráttan við öfgar múslíma er aðalmálið í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir.
Pútín sparar ekki stóru orðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég lít svo á að Pútín sé mun öflugri stjórnmálamaður en Obama. Vinaþjóðir Bandaríkjanna treysta Obama ekki og andstæðingar Bandaríkjanna taka ekkert mark á honum, þeir vita sem er að hann stendur ekki við neitt af því sem hann segir. Sú staðreynd að Evrópa lítur í meira mæli til Pútíns er sú að þeir telja sig geta treyst honum betur en Obama.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.12.2015 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.