Allsherjabrot kalla á víðtækar rannsóknir

Í aðdraganda hrunsins voru framin margvísleg efnahagsbrot, fyrst og fremst af fjármálafyrirtækjum en líka stórfyrirtækjum með margslunginn rekstur.

Við þær aðstæður verður ríkisvaldið að fá víðtækar heimildir til rannsókna og taka fremur meira fyrir en minna.

Í öllum meginatriðum eru rannsóknir mála og dómsúrlausnir í samræmi við efnahagsbrotin sem framin voru.  

 


mbl.is Gagnrýndi „veiðiferðir“ ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Páll, ekki er í lagi að ríkið taki fjöldamörg ár í það að skjóta með vélbyssu út í myrkrið í stað þess að einbeita sér að fáum skýrum hugsanlegum brotum og vera fljótir að því. Hvað þá að sækja annað og enn annað brot á sama einstakling síðar og enn síðar og ætlast til að refsingu verði bætt við fyrri dóma. Þetta uppfyllir ekki grundvallarreglur í sanngjarnri málsmeðferð og á ekki að líðast. 

Þegar þetta er gert gagnvart fyrirtækjum þá rýrir það strax traust fólks á fyrirtækinu, tekur upp tíma þess og starfsorku og skerðir sammkeppnisfærni þess til langframa. Fyrir verður að vera rökstuddur grunur á ákveðnu, afmörkuðu broti. Ekki á að safna gögnum sem tengjast því ákveðna meinta broti á beinan hátt. 

Ívar Pálsson, 17.12.2015 kl. 23:07

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekki á að safna gögnum nema þeim sem tengjast því ákveðna meinta broti á beinan hátt. 

Ívar Pálsson, 17.12.2015 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband