Fimmtudagur, 17. desember 2015
Hagfræðitilraun lýkur - ESB í kreppugír
Hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum markar endalok hagfræðitilraunar - að koma hjólum efnahagslífsins í gang með núllvöxtum og peningaprentun. Tilraunin ól af sér stóraukna misskiptingu tekna enda þeir ríku í betri aðstöðu til að nýta sér ókeypis peninga en launafólk.
Tilraunin með núllvexti og peningaprentun var hleypt af stokkunum í kjölfar fjármálakreppunnar 2008. Markmiðið var að koma í veg fyrir að bankakreppan leiddi til kreppu í raunhagkerfinu með því að fyrirtæki fengju ekki lán.
Enginn veit hvaða afleiðingar vaxtahækkun felur í sér. Sjö ár með núllvexti er langur tími. Þýska útgáfan Die Welt segir að þriðjungur þeirra sem starfi í Wall Street, fjármálahverfi Bandaríkjanna, þekki vaxtahækkanir aðeins úr kennslubókum.
Hitt er vitað að vextir í hagkerfi evrunnar verða í núlli fram til 2017. ESB er enn í kreppugír með hátt atvinnuleysi og lítinn hagvöxt.
Fyrir Íslendinga þýðir þetta að dollarinn mun hækka en evran lækka.
Stýrivextir hækka vestanahafs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.