Mánudagur, 14. desember 2015
Öfgajöfnuður sem bitnar á konum
Til eru Íslendingar sem segjast ekki búa hér á landi vegna þess að jöfnuður er of mikill. Til dæmis Björn Eydal Davíðsson aem kennir jöfnuðinn við fákeppni: ,,Önnur birtingarmynd þessarar fákeppni, sem birtist bæði meðal fyrirtækja og einstaklinga, er jöfnuður, bæði í verðlagi og launum."
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vakti máls á því að mögulega er jöfnuðurinn kominn út í öfgar. Vinnandi fólk fær minna í laun en bótaþegar.
Einn angi öfgajafnaðar er kynjamisrétti. Í nafni jafnaðar er háskólamenntun gjaldfelld með því að laun menntaðs vinnuafls eru litlu hærri en ómenntaðs. Konur eru æ stærri hluti menntaða vinnuaflsins og verða því fyrir barðinu á þessari þróun á meðan ómenntaðir karlar hagnast.
Athugasemdir
Það er alveg rétt að hugmyndin um jöfnum, sem er göfug hugmynd, getur leitt til ójafnaðar.
Wilhelm Emilsson, 14.12.2015 kl. 08:40
Gjaldfelling mentunar er á vitlausum forsemdum hjá þér Páll. Mentun er gjaldfeld vegna þess að hún er léleg eða gerir ekki nægar kröfur til einstaklinganna sem öðlast hana, hver sá sem nennir að lifa af námslánum getur orðið kennari eða hjúkka.
Guðmundur Jónsson, 14.12.2015 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.