Dagur: stærstu mistök Samfylkingar

Án þess að ætla sér það bendir Dagur B. Eggertsson á stærstu mistök Samfylkingar þegar hann segir

Að mínu mati er lyk­ill­inn að því að ná góðum ár­angri í næstu kosn­ing­um að sækja í þenn­an gamla grunn sem Sam­fylk­ing­in var stofnuð á; að vera breyt­inga­afl, já­kvæður og upp­byggi­leg­ur far­veg­ur fyr­ir brýn­ustu breyt­ing­arn­ar sem þarf að gera í sam­fé­lag­inu á grund­velli jafnaðar­stefn­unn­ar.

Almenningur hafnaði Samfylkingunni við síðustu þingkosningar vegna þess að flokkurinn ætlaði að farga stjórnarskránni og flytja fullveldið til Brussel.

Samfylkingin sem ,,breytingarafl" er annað orð yfir stjórnskipunarbyltingu. Það er einfaldlega engin eftirspurn er slíkri byltingu, nema hjá jaðarhópum samfélagins.

Samfylkingu sem ,,breytingarafli" fylgir orðræðan um ónýta Ísland. Réttlætingin fyrir að bylta og breyta er sótt í fordæmingu á því sem fyrir er.

Það segir heilmikla sögu um Dag B. sem stjórnmálamann að hann vill endurtaka stærstu mistök Samfylkingar og býst við allt annarri útkomu en síðast.


mbl.is Dagur B. stefnir ekki á formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband