Latir þingmenn stjórnarandstöðu

Á daginn trufla þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar, dótturfélagsins og Pírata störf alþingis með málþófi. Og bíta höfuðið af skömminni með því að neita kvöldvinnu.

Stjórnarandstöðuþingmenn heimta þægilega innivinnu þar sem dagvinnan fer í að slæpast í ræðustóli. Eftir ónýtt dagsverk er sett verkfall á yfirvinnu.

Dapurlegt. 


mbl.is Vilja ekki tala fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Já, þú nokkuð skeikull á þetta, man einmittt eftir þáverandi stjórnarandstöðuþingmönnum, þeim Sigurði Kára, Pétri heitnum Blöndal og núverandi þingforseta, Einari húsverði, þar sem þessi hlutir fengu nöfn eins og: "ófjölskyldulegur vinnustaður", "óskipulag" og "hvernær á þingmaðurinn eiginlega að nærast". Þetta breytist víst litið, nema þá með þessari færslu þinni sért ritari að benda á þessa menn, þá líka lata. Er það svo ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.12.2015 kl. 16:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Öllu má nú nafn gefa Sifús,en færsla Páls er hæðin og skemmtileg,þá ætti enginn að móðgast yfir henni,ef allir hafa drýgt þennan ósóma áður. 

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2015 kl. 17:05

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Tja, kann að vera að þetta hafi verið gert áður en það breytir því ekki að það gengur ekki í opinberri umræðu að kalla pólitíska andstæðinga sína "lata" ef svo skoðunarsystkini ritara hafa gert hið sama reglulega frá 2009 til 2013.

Ef menn og konur vilja láta taka sig alvarlega, sem ég stundum hreinlega efast um ritara, miðað við það sem hann lætur frá sér, þá er þetta ekki fyndin færsla að mínu mati. 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 9.12.2015 kl. 17:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Opinber umræða og bara öll hegðun hefur breyst.Hvenær á ég eiginlega að nærst? Mér er í sjálfs valds sett hvorgt ég held þessu málþófi hér áfram og fresta því að matast. Veistu það Sigfús að málþóf fyrrverandi stjórnarandstöðu (núverandi stjórnar),bjargaði sjálfstæði Íslands og hvað er mikilvægara,er ekki augljóst hvar við værum ef við hefðum ekki átt þá að? 

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2015 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband