Stjórnmálaflokkurinn, ríkislaun og frjálshyggjusósíalismi

Stjórnmálaflokkurinn, sem Staksteinar gera að umtalsefni í Morgunblaði dagsins, gæti fengið upp í hendurnar hugmyndafræði sem brúar bilið milli frjálshyggju og sósíalisma.

Staksteinar vísa í frétt um þá hugmynd finnskra stjórnvalda að láta alla Finna á lögræðisaldri fá laun frá ríkinu. Hugmyndin fær umræðu hjá hægrimönnum sem telja hana áhugaverðan valkost við yfirþyrmandi afskipti ríkisvaldsins. Jeremy Warner á Telegraph finnur til að mynda stuðning við ríkislaun hjá Friedrich Hayek, höfuðpostula frjálshyggjunnar.

Ekki aðeins að frjálshyggjan sé að gera nýjar uppgötvanir þá er sósíalisminn að fá endurkomu. Nýkomin er út bókin Sósíalismi, tilraun til nútímavæðingar eftir Axel Honneth. Bókin fær jákvæða umsögn í hægripressunni

Stjórnmálaflokkurinn gæti fengið glænýtt sett af stefnumálum að setja á dagskrá til að mæta vandanum sem ofgnóttin hér á landi veldur. Spurningin er aðeins hvaða flokksbrot Stjórnmálaflokksins tekur sneggsta viðbragðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er lífsmaark með Finnum og gott að taka þá til fyrirmyndar.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2015 kl. 12:52

2 Smámynd: Elle_

Já mér finnst þetta sniðugt og réttlátt.  Þar með verði ríki og sveitarfélög minni bákn og með minni afskipasemi af fólki. 

Elle_, 8.12.2015 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband