Þriðjudagur, 8. desember 2015
Trump: engir múslímar til Ameríku
Donald Trump vill banna múslímum að koma til Ameríku þangað til raunhæfar lausnir eru fundnar á múslímafasismanum sem m.a. leiddi til fjöldamorða í Kaliforníu fyrir skemmstu. Í Frakklandi skora sórt flokkar andsnúnir innflytjendum, einmitt vegna hryðjuverka öfgamúslíma.
Baráttan gegn öfgamúslímum færist óðum á stigið annað hvort eða. Hófsöm millileið verður vandrataðri.
Að hluta er það vegna ógn öfgamúslíma er lífshættuleg; hryðjuverkin drepa saklaust fólk. Það kallar á afgerandi svör, samanber yfirlýsingu Trump. Í annan stað eru hófsamir múslímar afskaplega hljóðlátir um hryðjuverkin sem framin eru í nafni trúarinnar.
Öfgatrúin er fjármögnuð af helsta bandamanni vestrænna ríkja í mið-austurlöndum, Sádi-Arabíu, eins og kemur fram í gagnrýni Sigmar Gabriel. Það veit ekki á að undið verði ofan af öfgunum í næstu framtíð.
Sakar Sádi Arabíu um að fjármagna öfga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kæri Páll
Í ljósi sögunnar hefur eftirfarandi skilgreiningu verið varpað fram víða og er á þessa leið :
Munurinn á milli öfgamúslima og hinna hófsömu múslima er að :
Öfgamúslimarnir ætla sér að afhöfða okkur....
Hinir hófsömu múslimar ætlast til þess að öfgamúslimarnir afhöfði okkur.....
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.12.2015 kl. 08:46
Það er reyndar farið að heyrast að múslimar séu að vakna til vitundar um að þögnin sé óvinur. Hópur kanadískra og bandarískra imama hafa stofnað samtök sem kallast Múslim Reform Movement, sem vilja kljúfa trúarsiði frá hinu veraldlega valdi. Hinn danski Nadim Kader og minnst einn breskur imam hafa skrifað nöfn sín undir stofnskjal samtakanna.
Þeir eru með heimasíðu og Facebook aðgang, ef þú hefur áhuga á að kynna þér þetta. En kannski þarftu að hafa hraðar hendur, því óvíst er hvað þeir fá að lifa lengi.
Ragnhildur Kolka, 8.12.2015 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.