Mánudagur, 7. desember 2015
Velferð, markaður og mennska
Velferðarríkið er risavaxið samtryggingakerfi sem millifærir peninga frá vinnandi fólki til kerfa sem þjónusta almenning á sviði heilbrigðis, löggæslu, menntunar, félagsþjónustu og innviða.
Ofan á reglulega starfsemi bætist eftirlits- og umsýslukerfi með velferðarríkinu er víðtæk og eftir því dýr í rekstri.
Eflaust væri hægt að einfalda þessi kerfi og greiða út tiltekna fjárhæð á einstakling á mánuði sem yrði n.k. samtryggingarframlag. Önnur útfærsla væri að lækka skatta.
Sú hugsun að markaðurinn útvegi þjónustu í stað þeirrar sem ríkið veitir núna gæti litið vel út á pappír (eða excel-skjali) en tæplega í reynd. Markaðurinn telur krónur en er ónæmur á mennskuna, sem felst í því að hjálpa þeim sem geta ekki hjálpað sér sjálfir.
Fá allir 800 evrur skattfrjálst? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér sýnist líka að það gæfist ekki vel að markaðurinn sæi um þjónustuna. Stakk mig ónotalega að heyra um níræða konu sem býr ein á Akureyri,en fær hvíldarinnlögn á mjög góðu vistheimili minnir að það sé 2 á ári. En hvað um það hún er blind og fer heim eftir tímann sem hún hefur þar og hjálp við innkaup einu sinni í viku.
Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2015 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.