Mánudagur, 7. desember 2015
Skattalækkun á SA forsenda kauphækkunar ASÍ
Samtök atvinnulífsins og ASí eru ekki ríkisstjórnin í landinu en haga sér engu að síður þannig.
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, [segir] að enn eigi eftir að semja við ASÍ á grundvelli SALEK-samkomulagsins og að SA treysti sér ekki til að ganga til samninga fyrr en búið sé að ganga frá samkomulagi við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.
Þessar ,,nauðsynlegu mótvægisaðgerðir" Þorsteins eru skattalækkun á fyrirtæki. Ríkið á sem sagt að niðurgreiða launagreiðslur einkafyrirtækja.
Hugmyndin að baki svokallaðri SALEK-vinnu er jákvæð, að gera launakjör gegnsæ og ná víðtækri sátt um launastefnu á einkamarkaði og hjá hinu opinbera.
En SALEK-hópurinn tekur sér ekki vald til að stýra ríkisfjármálum. Það er of langt gengið.
Staðan er gríðarlega alvarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er hárrétt Páll, Salek hópurinn á ekki að taka sér það vald að stýra ríkisfjármálum.
En er allt í lagi að þessi hópur taki sér það vald að taka samningsréttinn af stéttarfélögum?
Er allt í lagi að þessi hópur taki sér það vald að stýra launakjörum fólks í landinu?
Ef það þykir eðlilegt, er allt eins gott að þessi hópur taki að sér stjórn á öllu hagkerfinu, einnig ríkisfjármálum. Þá yrðu kosningar óþarfar, með þeim kostnaði sem þeim fylgir, hvort heldur er til stjórna stéttarfélaga eða alþingis. Þá værum við komin með draumaþjóðfélag atvinnurekenda, þar sem þeir hefðu allt vald í hendi sér, með dyggri aðstoð forseta og 1. varaforseta ASÍ!!
Þeir sem kjósa að tjá sig um afurð Salek hópsins ættu að lesa hana vandlega. Þá sér fólk hverskonar endemis rugl þetta samkomulag er og þá þjóðhagslegu hættu sem það skapar!
Gunnar Heiðarsson, 7.12.2015 kl. 07:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.