Sunnudagur, 6. desember 2015
Trúarmenning, hatur og hryðjuverk
Hvers vegna sækja Ísraelsmenn ekki heim Þýskaland til að vega mann og annan á götum og torgum? Eða Rússar eða Pólverjar? Allir þessir hópar eiga Þjóðverjum grátt að gjalda, sé horft til sögunnar. Hver vegna fara Serbar og Króatar ekki til Tyrklands í sjálfsmorðsleiðangra að hefna fyrir hersetu Tyrkja á öldum áður?
Á þessa leið spyr Torsten Krauel aðalálitsgjafi Die Welt. Múslímar eru sér á parti þegar kemur að morðæði gagnvart saklausum borgurum. Krauel beinir spjótum sínum að þeim sem réttlæta morð múslímskra hryðjuverkamanna með þeim rökum að vestrænar þjóðir hafi ,,kallað þetta yfir sig" vegna krossferðanna á 12. og 13. öld eða nýlendustefnu á þeirri 19.
Múslímsk trúarmenning, ólikt kristinni og gyðinglegri, boðar ofbeldi og dráp á ,,villutrúarmönnum." Í múslímskri trúarmenningu er útbreitt viðhorf að dauðrefsing skuli liggja við ef múslími gengur af trúnni.
Sannleikurinn er sá að múslímsk trúarmenning er sneisafull af andstyggð á vestrænum gildum og býður upp á fjölskrúðuga réttlætingu, t.d. ,,heilagt stríð", handa þeim sem drepa saklausa borgara nær og fjær í nafni hinnar ,,sönnu trúar."
Múslímsk hryðjuverk verða ekki skilin nema í samhengi við múslímska trúarmenningu. Til að takmarka þann skaða sem múslímsk trúarmenning veldur þarf hvorttveggja að draga fasísk einkenni hennar fram jafnframt því sem hamla þarf útbreiðslu þessarar hatursdýrkunar.
Liðsmenn Ríkis íslams féllu í Raqqa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki má gleyma þrælaveiðunum í Afríku. Þrælahaldarar vestanhafs (evrópskir) keyptu þrælana á uppboðsmörkuðum og vestrænir "bisnessmenn" fjármögnuðu skipaflutningana.
En sjaldan er minnst á hverjir það voru sem raunverulega fóru um álfuna og rændu fólkinu til þrælasölu.
Kolbrún Hilmars, 6.12.2015 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.