Of hátt sjálfsmat

Lágt sjálfsmat er reglulega til umræðu, eins og lesa má í viðtengdri frétt. Of hátt sjálfsmat er á hinn bóginn sjaldnar rætt. Möguleg skýring er að fólki með of hátt sjálfsmat er fjarska sátt við sig sjálft.

Fólk með of hátt sjálfsmat lítur svo á að það sé réttborðið til velsældar, velmegunar og áhrifa. Rétt skipulögð veröld snýst um þarfir, langanir og kenjar fólksins með of hátt sjálfsmat.

Ef fólk með of hátt sjálfsmat fær ekki sínu framgengt lítur það svo á að skipulega sé unnið gegn því með margvíslegu samsæri - það ríkir með öðrum orðum óréttlæti í heiminum. Við þær aðstæður krefst þetta fólk byltingar.

Fólk með of hátt sjálfsmat gerir fyrst og fremst kröfur til annarra en síðast til sjálfs sín. Það leggur lítið fram, hvorki efnislega né vitsmunalega, en er þó duglegt að bera fram aðfinnslur í garð annarra.

Einstaklingur með of hátt sjálfsmat lítur á samborgara sína sem verkfæri fremur en að þeir hafi sjálfstæðan tilgang.

(Ef einhver les úr ofanrituðu lýsingu á góða fólkinu þá er það alger misskilningur).

 

 

 


mbl.is Er barnið þitt með lágt sjálfsmat?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú lýsir hér Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 6.12.2015 kl. 13:05

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ansi margir þeira sem ræktaðir eru í Háskólanum og falla undir skilgreininguna góðir álitsgjafar hjá hinu svonefnda RUV eru nokkuð vel búnir að þessu leiti, enda eru RUVarar að sjá mjög vel haldnir.

Þeir vannærðu eru svo þeir sem borga.  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.12.2015 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband