Laugardagur, 5. desember 2015
Bandalag SA og ASÍ um skattalækkun fyrirtækja
Forstjórnar landsins krefjast skattalækkunar fyrir fyrirtækin. En það er vitlausasta rástöfun sem hægt er að gera á þenslutíma. Núna kemur forseti ASÍ í fréttir RÚV og krefst hins sama og Samtök atvinnulífsins - að skattar lækki á fyrirtæki.
Menntun og heilbrigðisþjónusta er greidd með sköttum, lífeyrir aldraðra og öryrkja sömuleiðis. En ASÍ er nákvæmlega sama um velferðarþjónusta - fyrirtækin verði að fá sitt.
Fjármálaráðherra, sem staðið hefur í ístaðinu í þessari umræðu, ætti að spyrja ASÍ hvaða þætti velferðarþjónustunnar ætti að skera niður til að fyrirtæki fái skattalækkun.
Krafa SA kemur nokkuð á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðuhafi er búinn að taka heilbrigðiskerfið í sátt. Það er nú gott að heyra.
Á mánudag skrifaði hann um Vigdís Hauksdóttur og heilbrigðiskerfið: "Tilefnið núna [fyrir gagnrýni á Vigdísi] er að Vigdís þykir full rösk að verja almannafé fyrir ágangi heilbrigðiskerfisins."
Wilhelm Emilsson, 5.12.2015 kl. 21:59
Fyrir ágangi sem beindist að henni Wilhelm.-- Velferðarþjónustan spannar yfir vítt svið,eins menntun og lífeyri.
Helga Kristjánsdóttir, 6.12.2015 kl. 03:00
Þetta var meira en ágangur, Helga. Þetta var andlegt ofbeldi ;)
Wilhelm Emilsson, 6.12.2015 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.