Ísland á sérstökum lista ESB

Ísland er á sérstökum lista ESB; ekki sem umsóknarland heldur stendur það eitt í flokki landa sem hófu aðildarferli inn í sambandið en hættu við.

Listinn er á opinberri heimasíðu Evrópusambandsins. Ef smellt er á nafn Íslands kemur upp eftirfarandi skýring

Membership status

In March 2015 Iceland's government requested that "Iceland should not be regarded as a candidate country for EU membership". The Council took note and undertook further practical adjustments of its working procedures.

Allt er þetta nokkuð loðið. Á eftir klausunni er að finna yfirlit yfir þá kafla sem Ísland lauk áður en ferlið stöðvaðist.

Evrópusambandið tekur ekki af skarið með að Ísland sé ekki umsóknarríki á leið inn í sambandið. Þar með er flugufótur fyrir þeirri staðhæfingu Samfylkingar að hægt sé að hefja á ný aðildarferlið án nýrrar umsóknar. Sú staða er tvíbent. Samfylkingin strandaði með fyrri umsókn um aðild einmitt vegna þess að umboð þjóðarinnar var ekki fyrir hendi.

Ef Samfylkingin ætlar í kosningabaráttu með þá stefnu að vekja til lífs gömlu umsóknina munu fáir nema hörðustu ESB-kverúlantar styðja málefnið. Smáfylking ESB-kverúlanta getur kannski tryggt sér fáein þingsæti á alþingi en verður seint fjöldahreyfing.

 

 


mbl.is Láta ósvarað um gildi ESB-umsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Öll ESB- löndin samþykktu umsóknina sem gilda á þjóðþingum sínum og við sitjum uppi með það þar til hún er ógilduð hjá þeim öllum.

Ívar Pálsson, 4.12.2015 kl. 12:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að auki er vert að skoða þessa síðu:

http://europa.eu/about-eu/countries/index_en.htm

Þar er Ísland hvorki á lista yfir "Candidate countries" né "Potential candidates". Einnig er þar gagnvirkt landakort sem sýnir stöðu allra ríkja álfunnar gagnvart ESB og þar er Ísland réttilega flokkað með aðild að Schengen en ekki öðru, til dæmis ekki "On the road to EU membership".

Ísland er semsagt ekki "umsóknarríki" samkvæmt heimasíðu ESB, heldur "gæti orðið umsóknarríki" (potential candidate) þ.e. ef það sækir um aðild. Þetta er ekkert óeðlilegt, Noregur gæti líka orðið umsóknarríki með sama hætti þ.e.a.s. ef Norðmenn myndu sækja um aðild að ESB. Á meðan þeir gera það ekki þá er það hinsvegar bara "potential" þ.e. óraungerður möguleiki.

Ívar: Er Ísland nokkuð orðið aðildarríki ESB, fyrst að þjóðþing allra hinna aðildarríkjanna hafa samþykkt umsóknina? Eða var það bara samþykki fyrir því að Ísland mætti sækja um aðild? Það er grundvallarmunur á þessu tvennu eins og þú vonandi skilur. Annars vegar hvort það megi sækja um, og hinsvegar hvort umsóknin hljóti svo samþykki. Ég má til dæmis sækja um starf sem er laust til umsóknar en það er ekki þar með sagt að ég fái það starf.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2015 kl. 14:08

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðmundur, Ísland er sannarlega ekki á byrjunarreit í ESB- aðildarferlinu, heldur hefur samþykki aðildarríkjanna á þjóðþingum þeirra. Þar með er ekki jafnræði með NEI og JÁ sinnum ef til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Ef umsóknin yrði ógilduð, þá þyrfti að nálgast öll löndin aftur og þau öll að samþykkja nýju umsóknina, en það gæti reynst aðildarsinnum erfitt.

Ívar Pálsson, 6.12.2015 kl. 09:05

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ívar, ég held ég skilji hvað þú meinar, en...

Þar sem fyrri umsóknin var ólögleg og ógild frá upphafi þá sé ég ekki hvaða máli þetta skiptir. Ef næsta ríkisstjórn ætlar að fremja landráð eins og síðast þá mun hún eflaust gera það, hvað sem okkur NEI-sinnum finnst. Ef Evrópusambandið ætlar að brjóta eigin reglur til að ná Íslandi þá mun það gera það eins og hefur margoft sýnt sig nú þegar að þetta batterí er ekki bara andlýðræðislegt heldur andlöglegt að auki sbr. Icesave málið. Ef Evrópusambandið væri einstaklingur væri hann fullkomlega siðblindur.

Aðalatriðið í mínum huga er að hinir aðildarsinnuðu flokkar haldi áfram að þurrkast út og þá verður engin aðildarsinnuð ríkisstjórn mynduð. Það er miklu betri leið heldur en að vera að emja og veina yfir því hvort umsókn sem var ógild frá upphafi sé hugsanlega einhvernveginn enn í gildi. Umsóknin getur ekki verið í gildi því hún var ógild frá upphafi. Sú ríkisstjórn sem að henni stóð braut lög, og það er Evrópusambandið að gera líka núna með því að vera ekki búið að gefa út skýra yfirlýsingu um ógildi umsóknarinnar, og enn fremur eftir að núverandi ríkisstjórn dró hana til baka.

Ef farið verður að lögum er engin hætta yfirvofandi fyrir fullveldi Íslands, og þess vegna ættum við sem viljum standa vörð um það að einblína á þetta, þ.e. að framfylgja lögum og virða stjórnarskránna. Þegar kemur að samskiptum þjóða er laganna bókstafur það eina sem getur nýst smáríkjum til að verjast yfirgangi stærri og öflugri ríkja og stórvelda. Með lögum skal land byggja.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2015 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband