Föstudagur, 4. desember 2015
Japansvæðing evru-svæðisins
Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti og heldur áfram að kaupa skuldabréf til að flæða markaðinn með ódýrum peningum. Afleiðingin verður sú sama og í Japan, segir útgefandi FAZ í Þýskalandi, háar skuldir og tilfærsla fjármuna frá þeim efnaminni til þeirra efnameiri.
Peningapólitík evru-svæðisins virkar ekki. Þrátt fyrir núllvexti tekur raunhagkerfið ekki við sér, enn er atvinnuleysi á evru-svæðinu um tíu prósent.
Þegar kemur að skuldadögum, og ódýru peningarnir skila sér í verðbólgu, verða vextir evru-svæðisins hækkaðir bratt. Verðbréfavísitölur munu hrynja enda er þeim haldið uppi á peningaprentun.
Áfram nánast engin verðbólga á evru-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.