Vestrćnir vinir međal múslíma hćttulegir

Tyrkir óttast Kúrda og kröfur ţeirra um sjálfsstjórn meira en Ríki íslam. Tyrkir gerđu ekkert til ađ hjálpa Kúrdum í baráttunni um Kobane ţegar Ríki íslams sat um borgina. Ásakanir Rússa um ađ ráđandi öfl í Tyrklandi geri sér Ríki íslams ađ féţúfu er ekki hćgt ađ sópa af borđinu.

Tyrkir eiga ađ heita vestrćnir bandamenn, eru í Nató og vilja inn í ESB. Ţótt ţeir leiki tveim skjöldum eru Tyrkir hátíđ á viđ Sádi-Araba sem ađ nafninu til eru bandamenn vestrćnna ţjóđa.

Bćđi er ađ Sádar stunda stórfelldan útflutning á múslímafasisma og eru í seinni tíđ sjálfstćđ uppspretta óstöđugleika. Í hálfa öld er wahabismi, öđru nafni múslímafasismi, niđurgreidd útflutningstrúbođ ráđandi afla í Sádi-Arabíu, segir ţýska útgáfan FAZ. Wahabismi er andlegt fóđur sem hryđjuverkamenn nćrast á, einnig ţeirra sem kenna sig viđ Ríki íslam.

Til ađ bćta gráu ofan á svart standa ráđandi öfl í Sádi-Arabíu fyrir auknum óstöđugleika í miđ-austurlöndum, eins og hann sé ekki nógur fyrir. Skýrsla ţýsku leyniţjónustunnar um valdabaráttu innan konungsfjölskyldunnar og áhrif hennar á útţenslustefnu Sáda er endursögđ í breskum fjölmiđlum.

Upplausnarástandiđ í miđ-austurlöndum mun vara lengi ţegar svokallađir bandamenn vestrćnna ríkja láta ekki sitt eftir liggja ađ bćta eldsneyti á ófriđarbáliđ.


mbl.is Hafna ISIS-ásökunum Rússa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband