Vigdís verður skotmark - enn og aftur

Vinsæl tómstundaiðja góða fólksins er að taka fyrir Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins og gera úr henni pólitíska grýlu til að kveikja síðan í.

Í þessari umferð byrjuðu tveir fyrrverandi þingmenn að safna spreki í bálköst Vigdísar. Starfandi þingmenn fá blóð á tönn og heimta fleiri spýtur.

Tilefnið núna er að Vigdís þykir full rösk að verja almannafé fyrir ágangi heilbrigðiskerfisins. Ef Vigdís stæði ekki vaktina færu fjármál ríkisins til andskotans. En góða fólkinu finnst það allt í lagi. Eins lengi og það fær einhvern til að brenna á báli er góða fólkinu nokk sama.

 


mbl.is Mótmæla framgöngu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er hún ekki bara alltaf að þvælast fyrir framan stotskífuna?cool

Jósef Smári Ásmundsson, 30.11.2015 kl. 20:36

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Aha, svo heilbrigðiskerfið er Vondi kallinn. 

Wilhelm Emilsson, 30.11.2015 kl. 20:36

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Góði Páll, það þarf nú meiri röksemd fyrir þeim orðum þinum um að hun frænka þin , formaður Fjárlaganefndar, að ef ekki væri fyrir frænku, þa færi allt hér í bál og brand en þessi óskhyggja þín. Þvi miður, þín vegna , þa eru fleiri en þu sem hafa skoðanir á kjörnum fulltrúum. Mér finnst téður formaður ekki góður stjórmálakona. Full sjálfhverf fyrir peninginn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.11.2015 kl. 20:45

4 Smámynd: Jack Daniel's

Í alvöru?
Er Vigga vitlausa frænka þín?
Það hlaut eitthvað að vera, enda margt líkt með skyldum.

Jack Daniel's, 30.11.2015 kl. 21:04

5 Smámynd: Elle_

Oftast skil ég Vigdísi, þann vanalega hæfa stjórnmálamann.  En það ætti að taka yfirlækninn alvarlega, hann hlýtur að vita betur en nokkur hvað vantar á spítalann.  Það er eins með Landhelgisgæsluna og undirmannaða lögreglu.  Yfirmenn þar hljóta að vita betur en Birgitta hvað vantar. 

Elle_, 30.11.2015 kl. 22:01

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sigfúsi,ert þú ekki að taka feil á skörpum bloggurum,? Ég hef oft séð Jón Val segja Vigdísi frænku sína.? Þar sem ég var að koma inn núna læt ég þessa athugasemd duga núna,enda er hún bein spurning.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2015 kl. 22:17

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eru ekki allir Íslendingar meira eða minna skyldir? laughing

Wilhelm Emilsson, 30.11.2015 kl. 22:21

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einu sinni var því haldið fram; ég hef grun um að við forstjórinn séum það sem kallað er þremenningar.----Er þetta nudd ekki svipað og maður sér í boltanum,nema það vantar dómaratróið. Þau ættu að fá frið til að hreinsa þetta sjálf án afskipta annara,bæði áköf topp-starfskraftar.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2015 kl. 22:58

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

"Tilefnið núna er að Vigdís þykir full rösk að verja almannafé fyrir ágangi heilbrigðiskerfisins."

Í hvaða vídd meikar þessi fullyrðing sense?
Ekki þessari, svo mikið er víst. 

Aðeins í heimi Páls Vilhjálmssonar er heilbrigðiskerfið vondi kallinn, ásamt meginþorra þjóðarinnar sem einhverntímann á lífsleiðinni. En upp sprettur Vigdís Hauksdóttir, vonarvættur góða sérhagsmunafólksins, eins og lyngormur á gulli.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.11.2015 kl. 23:12

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Snýst málið ekki bara um baktjaldaspillinguna í bankarænandi/bankagjaldþrota heimi?

Fékk ekki fyrrverandi niðurskurðarstjóri spítalans aukalega miljón á mánuði frá dómstólastóðinu? Og þar að auki afturvirkt um einhverja mánuði eða misseri, ef ég man rétt?

Ef það er ekki rannsóknarinnar virði sem algjört brjálæði siðspillta dómsvaldsins, þá veit ég ekki hvað er umræðunnar virði hjá moskuheimsækjandi Afríku-Páfans frímúraraþjónum Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.11.2015 kl. 23:12

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Einhverntímann á lífsleiðinni þarf að nota þjónustu þessa sama kerfis, átti þetta að vera.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 30.11.2015 kl. 23:12

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er ekki Vigdís sem skammtar fjármagnið til Landspítalans, heldur ríkisstjórnin í heild og frekar Bjarni Ben. heldur en Vigdís eða heilbrigðisráðherrann.

 

Ég endurtek: Meint verk Vigdísar í Landspítalamálum eru í raun mun síður hennar verk heldur en ríkisstjórnarinnar og fjármálaráðherrans par excellence!

Jón Valur Jensson, 1.12.2015 kl. 01:17

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þarf ekki að taka nammipeningana af fyrrverandi stjóra landspítalans vegna bágrar fjárhagsstöðu spítalans? Eða er Dícódið sem hann sjálftökukafhækkunarhótandi og dómstólavarinn er að fitna á núna, kannski mikilvægara en sjúkir skattborgarar landins á biðlistum landspítalans?

Hvers vegna hætti fyrrverandi forstjóri spítalans við hótunina um að flytja til Svíþjóðar? Er bara svona auðvelt fyrir forstjóra-yfirlæknana læknaeiðsvörnu að svíkja sjúklingana og allt sem getur talist siðferðislega réttlætanlegt?

Nú reynir á að fréttafólk úr öllum áttum og flokkum tjái sig án þess að beita einhverjum undanbrögðum og skepnuskap.

Eða er Ísland ekki raunverulegt siðmenntað "réttarríki" sem leyfir tjáningarfrelsið löglega?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.12.2015 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband