Sighvatur gerist skósveinn Ólafs Ragnars

Fyrrum ráðherra og formaður Alþýðuflokksins skrifar grein í miðopnu Morgunblaðsins í dag til varnar forseta Íslands. Er orðið ekki frjálst forsetnaum? skrifar Sighvatur Björgvinsson. Í greininni sendir Sighvatur góða fólkinu þessa pillu:

Oft hefi ég verið ósammála forseta vorum, stundum mjög ósammála, en þó svo hafi verið hefi ég aldrei krafist þess að hann þegði um sínar skoðanir.

Sighvatur tekur undir varnaðarorð forsetans um þann háska sem stafar af herskáum múslímum en þar er sádí-arabískur wahabismi í sérflokki.

Góða fólkið kallar þá skósveina sem taka undir varnaðarorð forsetans. Skósveinaflokkurinn styrkist jafnt og þétt. Smáfylking góða fólksins gerir það sem hún kann best, - að minnka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta átti Sighvatur til og gefur mér og fjöldanum öllum trú á heiðarlegan málflutning pólitískra samherja stjórnarandstöðunnar. Við rúmumst vel saman undir merkjum Heimssýnar.Víða er barið að dyrum um jólin,vertu velkominn. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2015 kl. 08:05

2 Smámynd: Elle_

Ólafur Ragnar Grímsson er gagnlegasti forseti sem landið hefur haft.   Hann er staðfastur og öruggur.  Hann stendur með okkur og varar okkur við hættum.  Saudi-Arabía er líklega hættulegasta land heims og fólk ætti að hlusta á hann.
http://www.rightsidenews.com/life-and-science/culture-wars/why-mosques-should-be-shut-down/

Elle_, 30.11.2015 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband