Sunnudagur, 29. nóvember 2015
Smáfylking gegn forseta
Þekktir vinstrimenn stofna til samtaka gegn forseta Íslands og endurkjöri hans. Fegurðarsamkeppni er haldin fyrir álitlega frambjóðendur af vinstri kanti stjórnmálanna. Upp úr hattinum kemur nafn sjónvarpskonu úr RÚV, vitanlega.
Sagt er frá smáfylkingunni gegn forseta í Viðskiptablaðinu 4. mars 2012 og birtir listi nafna sem óska sér annars forseta en þess sem bjargaði okkur frá Icesave og stjórnskipulegu uppnámi.
Þjóðin fylkti sér bakvið forsetann fyrir fjórum árum og hlaut hann örygga kosningu þrátt fyrir að skipulega var unnið gegn honum.
Icesave er að baki en áfram er sótt að stjórnarskránni. Í pólitísku umróti er oft skortur á staðfestu. Með Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum er trygg staðfesta í æðstu stjórn landsins. Og það er nokkurs virði.
Athugasemdir
Er Ólafur Ragnar ekki vinstri maður? Mig minnir að hann hafi komið úr Alþýðubandalaginu.
Jósef Smári Ásmundsson, 29.11.2015 kl. 10:05
Allir forsetar Íslands frá 1968 "hafa komið úr RUV." Allir urðu þekktir í upphafi ferils síns í gegnum sjónvarpsþætti.
Kristján Eldjárn vegna þáttanna "Munir og minjar", Vigdís Finnbogadóttir vegna þátta um tungumálið frönsku og Ólafur Ragnar Grímsson varð fyrst þjóðþekktur vegna sinna sjónvarpsþátta um þjóðmál.
Ómar Ragnarsson, 29.11.2015 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.