Skósveinaflokkurinn og sósíalíska Ísland

Strax eftir hrun stóð til að breyta lýðveldinu í sósíalískt ríki þar sem helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur, skyldi þjóðnýttur; stjórnskipun landsins átti að stokka upp með nýrri stjórnarskrá og síðast en ekki síst átti að gera Ísland að hjálendu ESB.

Fyrsta skrefið í átt að sósíalisma var kosningasigur Samfylkingar og Vinstri grænna 2009. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sat stjórnarráðið hrein vinstristjórn. Dagskipum stjórnarflokkanna var að auka á óeirð í samfélaginu til að lama mótstöðu gegn róttækum breytingum. Þjóðfélagshópum var att saman, t.d. landsbyggð gegn þéttbýli.

Handvömm, t.d. í Icesave-málinu, ofríki í stjórnarskrármálin og falskar vonir tengdar ESB-umsókn drógu máttinn úr vinstristjórninni. Við kosningarnar 2013 afgreiddi þjóðin vinstriflokkanna út í horn; Samfylking fékk 12,9% fylgi og Vg 10,9%.

Ólafur Ragnar Grímsson var skotspónn vinstrimanna eftir að hann tók forystu í Icesave-málinu og leiddi það til farsælla lykta í óþökk ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Vinstrimenn efndu til framboðs gegn Ólafi árið 2012 en höfðu ekki árangur sem erfiði.

Annar áhrifamaður íslenskra stjórnmála síðustu áratugi, Davíð Oddsson, var hataðisti andstæðingur Samfylkingar frá aldamótum. Sannfæring forystu Samfylkingar var að Davíð stæði gegn því markmiði að Samfylkingin yrði Sjálfstæðisflokknum sterkari. Davíð kom beint að stofnun Heimssýnar á sínum tíma, útvegði húsnæði fyrir undirbúningsfundi, og leiddi menn saman þvert á pólitíska flokka. Heimssýn var miðstöð andstöðunnar gegn aðild Íslands að ESB.

Egill Helgason, kunnur álitsgjafi vinstrimanna, bölsótast yfir því að Ólafur Ragnar nýtur slíkra vinsælda að þjóðin vill ekki sleppa honum úr embætti forseta Íslands. Egill kallar Davíð skósvein Ólafs Ragnars.

Bæði Ólafur Ragnar og Davíð, sem ritstjóri Morgunblaðsins, voru mikilvægir í átökum um framtíð Íslands á tímum vinstristjórnarinnar, 2009-2013. Báðir voru þeir skósveinar fullveldisins þegar vinstiflokkarnir stefndu að kollsteypu þess.

Kjöftugum ratast stundum satt orð í munn. Um skósveinaflokkinn segir Egill að hann sé,,einhver öflugasta pólitíska hreyfing Íslands." Engin ástæða er til að andmæla þeirri fullyrðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Stjórnskipun landsins átti að stokka upp." Segðu frá því hvar þú sérð slíkt í frumvarpi stjórnlagaráðs?

Ómar Ragnarsson, 27.11.2015 kl. 16:28

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mikið rétt Páll

Og sei sei. Sönnunargagnið Ómar er hér mættur til að staðfesta það sem allir vita. Nú vantar bara Vaff géið til að staðfesta stjórnarskrá þess flokks sem stóð ekkert um í mannheimum: Vaffúlmennskuna sjálfa.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 27.11.2015 kl. 16:48

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þökkum guði fyrir okkar öflugu menn.

Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2015 kl. 16:51

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Er ekki búið að borga Icesave? Erum við ekki hjálenda ESB?

Tryggvi L. Skjaldarson, 28.11.2015 kl. 08:45

5 Smámynd: Elle_

Nei, VIÐ erum ekki búin að borga ICESAVE.  Íslenska ríkið borgaði ekki ICESAVE.  Krafa Breta og Hollendinga (og ESB-sins) var að íslenska ríkið tæki á sig skuld sem við skulduðum ekki.  Það var alltaf krafan um ríkisábyrgð á ICESAVE sem var vandamálið.

Elle_, 28.11.2015 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband