Föstudagur, 27. nóvember 2015
Þjóðsöngur vinstrimanna
Ísland tæmist af fólki, einkum ungu fólki kyrjuðu vinstrimenn á alþingi og bloggi fyrir skemmstu. Hagstofan tók saman hreyfingu Íslendinga milli landa árin 1986 til 2014 og
komst að þeirri niðurstöðu að aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár.
Tilbúningurinn um að landið sé að tæmast er enn ein útgáfan um ,,ónýta Ísland" en það stef er löngu orðið þjóðsöngur vinstrimanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.