Föstudagur, 27. nóvember 2015
Gunnar Bragi verður að svara
Utanríkisráðherra fer með pólitísk samskipti Íslands við Evrópusambandið. Þegar sendiherra ESB fullyrðir að stefna Íslands gagnvart ESB sé önnur en íslensk stjórnvöld hafa markað þá verður Grunnar Bragi utanríkisráðherra að svara.
Sendiherra ESB segir að ESB-umsókn Samfylkingar og VG frá 16. júlí 2009 sé í gildi þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi sagst afturkalla umsóknina.
Gunnar Bragi getur ekki látið átölulaust að sendiherra ESB móti utanríkisstefnu Íslands.
Hvað gerir Gunnar Bragi núna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, ekki núverandi svonefndan utanríkisráðherra, þar sem hann virðist leika tveimur skjöldum .
Annað hvort kann hann ekki að skrifa bréf eða hann er fulltrúi annarra en kusu hann, því svo virðist sem honum sé fyrirmunað að setja saman bréf án þess að ráðfæra sig við viðtakanda þeirra um meiningu textans.
Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2015 kl. 08:01
Hann Hrólfur segir hlutina akkúrat eins og þeir eru, nú þarf Gunnar Bragi að gera "hreint" fyrir sínum dyrum........
Jóhann Elíasson, 27.11.2015 kl. 09:07
Hvaða máli skiptir það þó hún sé enn í gangi á meðan við erum ekki að semja um inngöngu?
Jón Bjarni, 27.11.2015 kl. 10:07
Jón Bjarni
Þú nærð þessu ekki - þó það sé stafað ofan í þig á ýmsum tungumálum á heimasíðu ESB, allt frá einfaldri framsetningu sem 8 ára grunnskólabörn skilja og allt upp í lærðar ritgerðir að við erum ekki að semja um inngöngu í ESB. Flugfreyjan og jarðfræðineminn sóttu um inngöngu í ESB og hún var samþykkt af þjóðþingum sem það þurfa að samþykkja.
Það sem verið var að semja um eru tímasetningar á að umsóknarríkið Ísland taki upp allt laga- og regluverk ESB, ríflega 100.000 blaðsíður alls, eins og skylt er umsóknarríkjum.
En þú og þínir líkar reyna ávallt að afvegaleiða umræðuna um umsóknina illu.
Ekkert nýtt undir sólinni þar !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.11.2015 kl. 10:31
Þú ert nú meiri bjáninn - það er nákvæmlega ekkert að gerast í þessu ferli - hvaða máli skiptir þetta eiginlega.. ?
Jón Bjarni, 27.11.2015 kl. 10:55
Jón Bjarni
Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð af Alþingi þannig að hún er í fullu gildi. Er eitthvað við það sem þú skilur ekki ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.11.2015 kl. 11:16
Verð að viðurkenna að ég skil ekkert hvað þú ert að fara - hvað er þá vandamálið?
Jón Bjarni, 27.11.2015 kl. 11:18
Jón Bjarni
Það er það sem ég á við - þú virðist ekki hafa skilning á þessu.
Flugfreyjan og jarðfræðineminn þvinguðu í gegn um Alþingi þingsályktun sem var umsókn um inngöngu í ESB. Sú umsókn hefur ekki verið afturkölluð af Alþingi enn þann dag í dag. Þess vegna erum við enn með gilda umsókn um inngöngu í gangi. Þessa umsókn samþykktu þjóðþing þjóríkja ESB ig erum við því formlega aðilar að ESB um leið og við erum búin að dagsetja hvenær allt laga- og regluverk hefur verið innleitt. Til þess að rjúfa þessa helf0r Ísxlands verður Alþingi sð afturkalla umsóknina, en það hefur aldrei verið gert, því miður.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.11.2015 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.