Smáfylkingin velur sér stefnu við hæfi

Til að standa undir nafni velur Smáfylking Árna Páls sér stefnu við hæfi: Ísland í Evrópusambandið til að þjóðin kynnist efnahagslegri eymd, pólitískri sundurþykkju og vonlausum framtíðarhorfum.

Smáfylking Árna Páls mælist nú undir tíu prósent í fylgi og nokkrum vandkvæðum bundið að finna stefnu sem gæti komið í veg fyrir aukið fylgi. En snillingurinn Árni Páll veit sínu viti og boðar ESB-aðild sem kosningamál í næstu þingkosningum.

ESB-umsókn er þaulprófuð fylgisfæla. Smáfylkingin byrjaði með 30 prósent fylgi 2009, þegar umsóknin var send til Brussel, og skóf af sér fylgið niður í 12,9 prósent í kosningunum 2013. Til að standa undir nafni verður Smáfylkingin að halda sér í eins stafs fylgi enda rímar það við að formaðurinn hélt embætti með einu atkvæði. Glæsileg frammistaða, Árni Páll.

 


mbl.is ESB verður kosningamál 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband