Fimmtudagur, 19. nóvember 2015
Karlinn tapar, konan sigrar
Valdefling kvenna síðustu áratugi er undir jákvæðum formerkjum. Konur réttu hlut sinn á þeim sviðum samfélagsins þar sem þær voru undirmannaðar, s.s. í atvinnulífinu og stjórnmálum.
Eins mótsagnakennt og það hljómar er þessi þróun til hagsbóta fyrir samfélagið um leið og hún er á kostnað karla. Það eru jú karlar sem víkja fyrir konum.
Nýja kvenímyndin er af vel menntaðri konu í valdastöðu. Nýja karlímyndin er neikvæð. Karlinn er verr menntaður en konan og tapar jafnt og þétt valdastöðu sinni í samfélaginu.
Neikvæða karlímyndin í dag er framhald þeirrar sem dregin var upp af karlinum þegar valdefling kvenna hófst fyrir alvöru, á síðasta þriðjungi síðustu aldar. Karlinn var teiknaður upp sem valdasjúkur, skilningsvana á samfélagsbreytingar enda lokaður inni í þröngsýnni karlamenningu.
Ungir karlar í dag eiga í nokkrum ímyndarvanda. Óneitanlega.
Hvað býr til kynferðisbrotamenn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Óli greyið Skans!
Helga Kristjánsdóttir, 19.11.2015 kl. 09:22
Eru ekki allir formenn allra stjórnmálaflokka á íslandi karlmenn, nýráðinn Háskólarektor er karlmaður, ríkislögreglustjórinn, Forseti íslands, útvarpsstjórinn og Seðlabankastjórar allir karlmenn.
Erum við karlarnir eitthvað að tapa?
Jón Þórhallsson, 19.11.2015 kl. 09:46
Síðast þegar ég vissi var Katrín Jakobsdóttir formaður VG (WC) kona og lögreglustjórinn í Reykjavík, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, er líka kona.
Jóhann Elíasson, 19.11.2015 kl. 10:16
Er ekki Frau Markel kona, er ekki hægt að segja að hún hafi komið Evrópu í krísu vegna tilfinningasemi en ekki röksemd. Er þetta ekki vandamál að láta tilkynningar ráða ferðum.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.11.2015 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.