Miðvikudagur, 18. nóvember 2015
Götubardagar í Evrópu - pólitísk vatnaskil
Götubardagar í París við hryðjuverkamenn sem nýbúnir eru að slátra 130 óbreyttum borgurum. Þetta er eins og stríð, segir Die Welt.
Stríðið kemur til Evrópu á versta tíma, þegar álfan er í efnahagslegri lægð og pólitískri kreppu, segir Jeremy Warner á Telegraph. Félagi hans á sama blaði greinir í sundur goðsögnina um að Bandaríkin, Evrópa og Rússland vilji ganga milli bols og Ríki íslam.
Miðausturlönd eru í varanlegu uppnámi þar sem margvíslegir hagsmunir togast á. Löng hefð er að stríð sé látið skera úr um hverjir skulu fara með forræði á hverju svæði. Á 17. öld háðu kaþólikkar og mótmælendur í Evrópu 30 ára stríð. Á síðustu öld öttu lýðræðisþjóðir, fasistar og kommúnistar kappi í seinna 30 ára stríðinu um forræði í Evrópu. Lýðræðisþjóðir og kommúnistar skiptu með sér álfunni í lok stríðsins. Skiptingin hélst til 1989 þegar Berlínarmúrinn féll.
Dæmigerður bardagamaður Ríkis íslam er ungur Íraki sem missti æskuna og oft föður sinn í kjölfar tilraunar Bandaríkjanna að búa til lýðræði í Írak, segir Lydia Wilson í Nation og byggir á viðtölum við vegavillta byssustráka.
Stríð í miðausturlöndum er eitt, götubardagar í Evrópu annað. Almenningur í Bretlandi, Frakkland, Þýskalandi og í öðrum Evrópuríkjum sættir sig ekki stríð við rúmgaflinn. Stjórnmálamenn vita það manna best.
Stjórnmálaöfl sem vilja ganga harðast fram í að verjast Ríki íslam og herskáum múslímum munu ná yfirhöndinni í Evrópu. Ríkjandi stjórnvöld brugðust strax við eftir ódæðið í París fyrir viku og juku fjárframlög til öryggismála, lögreglu og hers. Það er aðeins upphafið.
Eftir París 13. nóvember 2015 breytist Evrópa úr umburðalyndri kerlingu í hörkulegan miðaldra karl.
Aðgerðum lokið í Saint Denis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það tapa allir þegar ofbeldi er látið viðgangast. Evrópa hefur alltof lengi beðið eftir að "einhver annar" (venjulega Kaninn) taki á málinu. En nú er vandinn komin í fangið og þá er ekki lengur hægt að bíða.
Það var tímabært að Evrópa rumskaði. Synd að það þyrfti að kosta svona mörg saklaus mannslíf. En þau eiga eflaust eftir að verða fleiri.
Ragnhildur Kolka, 18.11.2015 kl. 13:33
Og að sjá þessa "umræðu" í þinginu í gær þar sem vinstra "Rétttrúnaðarliðið" var að tjá sig um hryðjuverkin í París, þar sem sagt var meðal annars: "Þessir hryðjuverkamenn eru að skapa ótta og ringulreið en við skulum svara þeim með ást og kærleika". Þetta lið virðist ekki hafa hugmynd um það að þessir aðilar (hryðjuverkamennirnir) skilja ekkert nema hörku og að þeim sé bara svarað í sömu mynt. Ef þeim er ekki svarað á sama hátt s3egja þeir bara "þessir aumingjar leggjast bara flatir fyrir þessum árásum, það er best að halda þessu bara áfram og helst að bæta í". Nú virðist loksins vera komið að því að einhverjir "vakni til lífsins" en eins og Ragnhildur Kolka segir "Synd að það þyrfti að kosta svona mörg saklaus mannslíf"
Jóhann Elíasson, 18.11.2015 kl. 14:26
Ég tek undir þessa athugasemd þína Ragnhildur, eftir hverjum eru Evrópubúar að bíða að taka á vandamálum Evrópu?
En Góða Gáfaða Fólkið skilur ekki hvað er að gerast í Evrópu ef það haldi að faðma og knúsa ISIS fólk sé ráðið til að breyta hugsunarhætti ISIS fólksins, þá er Góða Gáfaða Fólkið ekki að nota gáfurnar.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 18.11.2015 kl. 16:40
"Dæmigerður bardagamaður Ríkis íslam er ungur Íraki sem missti æskuna og oft föður sinn í kjölfar tilraunar Bandaríkjanna að búa til lýðræði í Írak, segir Lydia Wilson í Nation og byggir á viðtölum við vegavillta byssustráka."
Ég las greinina eftir Lydíu Wilson. Takk fyrir að benda á hana. En þessi tilhneiging að gera alla að fórnarlömbum, líka bardagamenn Ríkis Íslams, er orðin svolítið þreytandi.
Wilhelm Emilsson, 18.11.2015 kl. 19:39
Það eru þúsundir sem koma frá öðrum löndum eins og til dæmis Frakkland, Þýskaland, UK, Svíþjóð Noregi USA o.s.frv. þannig að Lýdía Wilson tilheyrir auðsjáanlega Góða Gáfaða Fólkinu og vill ekki horfa á staðreyndir og raunveruleikan.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 19.11.2015 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.