Miðvikudagur, 11. nóvember 2015
Landflótti vegna jafnræðis og jafnréttis
Landflótta Íslendingur með eyfirskt millinafn segist flýja vegna jafnréttis og jafnræðis á Íslandi. Björn Eydal Davíðsson segist flýja jöfnuð ,,bæði í verðlagi og launum."
Björn Eydal flúði til Bretlands. Fyrrum forsætisráðherra þar, íhaldsmaðurinn John Major, skrifar greín í dag um ömurleika ójafnaðar þar í landi. Þegar íhaldsmenn fá óbragð í munninn vegna ójafnaðar er moldin tekin að rjúka í logni.
Björn Eydal er vitanlega á móti krónunni, sem er tæki til jöfnuðar, dreifir byrðum í kreppu en jafnar kaupmátt í góðæri.
Samfylkingin er sá stjórnmálaflokkur sem helst talar máli aukins ójafnaðar á Íslandi.
Fjöldi Íslendinga flytur úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem sagt hægri menn eru að flýja? Meiri jöfnuður er vinstri stefna og hefur alltaf verið. Jöfnuður er ein grundvallarstefna sosialisma og kommúnisma, Sovíetmenn náðu til að mynda aldrei að mynda raunverulegt kommúnistaríki og eru því mjög lélegt dæmi um kommúnisma.
"In political and social sciences, communism (from Latin communis – common, universal)[1][2] is a social, political, and economic ideology and movement whose ultimate goal is the establishment of the communist society, which is a socioeconomic order structured upon the common ownership of the means of production and the absence of social classes, money,[3][4] and the state"
Jón Gunnarson, 11.11.2015 kl. 18:42
Páll ekki gleyma Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, Vinstri Grænum, Útibúi Samfylkingarinar og Sjóræningjunum sem helst tala fyrir aukins ójafnaðar á Íslandi.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 12.11.2015 kl. 04:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.