Krónan færir okkur jafnræði

Bankabólan á tímum útrásar jók misskiptingu á Íslandi. Eftir hrun dró úr ójafnræðinu á Íslandi. Ástæðan er krónan.

Gengislækkun krónunnar felldi eignaverð en hélt uppi atvinnu; þeir tekjulægstu nutu góðs af.

Víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, Bretland, og ESB-ríkjum, er misskipting vaxandi vegna seðlaprentunar (quantitative easing) til að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Seðlaprentun færir auðmönnum tækifæri að bæta stöðu sína, launafólk er síðast í röðinni.

Sökum þess að krónan er að jafnaði hátt skráð, full atvinna þrýstir genginu upp, er nær alltaf svigrúm til að lækka gengið þegar á bjátar í efnhagslífinu. Stórir gjaldmiðlar, dollar og evra, geta þetta ekki.

Allir sem eru með snefil af jafnræðishugsjón í sér styðja íslensku krónuna. Samfylkingin, flokkur háskólafólks sem fær dagpeninga m.v. evru-gengi, er vitanlega á móti krónunni. Samfylkingin er flokkur sérhagsmuna þess fólks sem telur sig hafið yfir almenning.


mbl.is Ríkustu 5% eiga 46%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband