Píratar, týndi takturinn og óvissan

Takturinn í samfélaginu er orðalag yfir samheldni. Eftir hrun ríkti samheldni á sumum sviðum, t.d. atvinnulífinu þar sem hóflegar kaupkröfur launþega tryggðu endurreisn efnahagskerfisins.

Á öðrum sviðum, stjórnmálum til að mynda, ríkti ekki samheldni. Kjósendur í Reykjavík kusu grínframboð og þjóðin gerði tilraun með fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins, aðeins til að kolfella hana eftir eitt kjörtímabil.

Píratar eru í öllum meginmálum stjórnmálanna óskrifað blað, líkt og gnarr-framboðið í Reykjavík á sínum tíma. Velgengni Pírata í skoðanakönnunum sýnir að takturinn í samfélaginu er týndur.

Fylgi Pírata segir það eitt að almenningur lítur á stjórnmál sem óvissuferð.

Verkefni stjórnmálaflokka næstu misserin er hægt að lýsa í fáum orðum:

Stjórnarflokkanna er sð sýna fram á að stöðugleika og stefnufestu. Vinstriflokkanna er að gera það sem þeir kunna best; að skapa óvissu. 

Ef stjórnarflokkunum heppnast verkefnið minnkar fylgi Pírata. Ef vinstriflokkarnir ná árangri styrkjast Píratar.


mbl.is „Hér ganga menn ekki í takt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Ert þú blaðamaður Páll? 

Jón Bjarni, 4.11.2015 kl. 20:07

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Spurningi er hvort stjórnmálahreyfing eigi að hafa stefnu sem farið er eftir svona nokkurn vegina og þá vita kjósendur  hvað er í boði , eða eiga stjórnmálaöfl að elta kjörfylgið?

Astndið er svolítið svoleiðis núna að elta kjörfylgið og hafa mjög óljósa stefnu og stundum skila auðu í mikilsverðum þjóðmálum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.11.2015 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband