Trú, von og Stöð 2

Prestar þjóðkirkjunnar taka upp hanskann fyrir miðil sem Stöð 2 fór um ómjúkum höndum. Líklega finna prestar til samkenndar með miðlum sakir þess að starfsvettvangur beggja er á sviði andans fremur en efnisins.

Séra Svavar Alfreð Jónsson setur málin í víðara samhengi með hnitmiðaðri greinargerð um frelsunarguðfræðinni sem móðurfélag Stöðvar 2 boðar þar sem auglýsingafé og hindurvitni haldast í hendur.

Trúin er í mörgum útgáfum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú meinar starfsvettvangur presta og miðla eru á sviði hindurvitna fremur en efnisins.

Wilhelm Emilsson, 4.11.2015 kl. 11:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vel gert hjá sr. Svavari að benda á þetta. Það breytir þó ekki að það er ekki hlutverk presta frekar en t.d. Borgarstjórnar að hvetja til boycotta og atvinnumissis fólks sem er annarra skoðunar en þeir. Prestar eru (eða eiga að vera) fagmenn í trúarlegum málum. Þeir fá regluleg laun sem greidd eru mánaðarlega samkvæmt gjaldskrá. Á fjölmiðlum starfa alls konar fagmenn og þeirra laun eru aðeins trygg ef varan sem þeir framleiða selst. fjölmiðlar bera ekki ábyrgð á innihaldi auglýsinga. Auðvitað verða þeir að gæta sín a því að auglýsa ekki ólöglegan varning en það má þó ætlast til að almenningur fái að ákveða sjálfur í hvað hann vill eyða peningum sínum.

Fyrir stuttu hlustaði ég á helstu sérfræðinga landsins í hjartasjúkdómum fjalla um sitt sérsvið. Afar fróðlegir fyrirlestrar þar sem m.a. kom fram að að vítamín og ómega-3 inntökur gerðu ekkert fyrir þig en hins vegar ættu menn að taka inn extra d-vítamín. Ég er viss um að Lýsi h/f er ekki par ánægt með þá yfirlýsingu.

 Ég er nógu gömul til að minnast þess þegar mæður áttu ekki að gefa börnum mjólk (skv. læknisráði) og síðan kom 2-glös-á-dag reglan. Nú vitum við líka að smjör gefur þér fitu sem er nauðsynleg hormónabúskapnum, en var um tíma talið bráð drepandi. Öllum getur orðið á en það er lágmark að upplýst þjóð láti ekki mata sig á hverju sem er og leyfi heilbrigðri skynsemi að ákveða hvað hverjum hentar og hvað ekki

Prestar jafnt sem fjölmiðlamenn hafa það hlutverk að selja sinn varning. Við ákveðum sjálf hverju við viljum trúa og hvað við erum tilbúin að kaupa. En við eigum heldur aldrei að gleyma því að sérfræðingar eru ekki 

Og enginn hefur rétt til að hvetja til atvinnumissis annars. Allra síst "sérfræðingar" í trúarlegum efnum.

Ragnhildur Kolka, 4.11.2015 kl. 13:37

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í lok næstsíðustu málsgr. Á að standa: óskeikulir.

Ragnhildur Kolka, 4.11.2015 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband