Karlar öskra ekki - æðruleysi vanlaunaðra karla

Í síðustu viku kynnti skólastjóri Fjölbrautaskólans í Garðabæ samanburð á launum kennara m.t.t. kynja. Á daginn kom að konur eru betur launaðar en karlar, bæði hvað varðar föst mánaðarlaun og heildarlaun.

Á ári er mismunurinn í kringum 500 þús. kr. á milli kynjanna.

Konur eru fjölmennari í yfirstjórn skólans og meðal millistjórnenda.

Enginn karl öskraði að lokinni kynningu skólastjóra. Einn karl tók til máls (ykkar einlægur) og velti fyrir sér hvort hærri laun kvenna sýndu ekki að konur væru duglegri en karlar að afla sér framhaldsmenntunar, þ.e. meistara- og doktorsgráðu.

Misrétti má skýra á fleiri en eina vegu. Það má líka velja sér viðbrögð.

 


mbl.is „Langar til að öskra á feðraveldið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já kæri Páll.

Konur hafa einokar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það er valkvæð gleymska að meginþorri karla fékk við sama tækifæri kosningarétt. Fram að því höfðu einungis efnamenn haft kosningarétt.

VIð h0fum ekki staðið á öskrinu í fjölmiðlum eða götuhornum vegna þessara tímamóta - heldur hafa konur einokað þær hrópandi stöður.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.11.2015 kl. 18:02

2 Smámynd: Aztec

Ég hef unnið á vinnustað þar sem allir mínir yfirmenn voru konur og sem fengu þar af leiðandi betri laun en ég. Ekki öskraði ég af reiði yfir mæðraveldinu.

Er ekki kominn tími til að stemma stigu við femínistavæðingunni á Alþingi? Kannski ætti Heiða Kristín að fá sér alvöru starf í atvinnulífinu?

- Pétur D.

Aztec, 3.11.2015 kl. 18:20

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

En af hverju bara feðraveldið ? 

Birgir Örn Guðjónsson, 3.11.2015 kl. 22:01

4 Smámynd: GunniS

þú sérð svona launamismun líka í rafiðna geiranum, konum þar er stillt í stjórnunarrstöður og hærri laun, ekki talað neitt um það. mér sýnist það vera ljóst að feministar vilja ekki jafnrétti, eða réttlæti. það sem er unnið að er að hafa karlmenn undir , á öllum sviðum.

GunniS, 4.11.2015 kl. 10:36

5 Smámynd: Elle_

Jú þessi æpandi mismunun er gengin of langt.  Kannski bara satt sem Gunni skrifaði í 2 síðustu línunum.  Menn verði undir. 

Elle_, 4.11.2015 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband