Fylgi Pírata þolir ekki kosningar

Píratar gera það gott í skoðanakönnun sex mánuði í röð. Þriðjungur þjóðarinnar segist ætla að kjósa Pírata yrði kosið á morgun.

Atkvæði greidd í könnun er eins og skoðun í saumaklúbbi, ætluð fáeinum á tiltekinni stund án skuldbindinga.

Atkvæði greitt á kjörstað er skuldbindandi fyrir kjörtímabil. Fólk gerir greinarmun á skoðun og skuldbindingu. Þó ekki allir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sæll Páll, má þá ekki með sömu rökum færa rök fyrir því að kannanir og yfirlýsingar um að þjóðin vilji alls ekki ganga í ESB séu marklausar, að það verði ekki úr því skorið nema með kosningum um hvort þjóðin vilji halda áfram og kanna grundvöll fyrir aðildarsamningi ? Ég get ekki séð betur, samkvæmt þessum málflutningi hjá þér. Ekki þýðir heldur þá að nota rökfræði fyrrverandi formanns Utanríkismálanefndar um að þeir sem sitji heima ráði endalegri afstöðu. Eitt atkvæði gildir, ekki ónotað atkvæði.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.11.2015 kl. 13:45

2 Smámynd: Baldinn

Furðulegt, þú sem ekki skilur af hverju fólk ætlar að kjósa Pírata þykist vita hvort þetta sama fólk sem þú skilur ekki mun kjósa Pírata á kjördag.  Væri ekki betra að skrifa um eitthvað sem þú skilur.

Baldinn, 3.11.2015 kl. 13:56

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sigfús Ómar Höskuldsson - vill bera saman að kannanir sýni stanslausa og viðvarandi andstöðu við ESB aðild og skoðun síðuritara um að fylgi Pírata í skoðanakönnunum muni ekki verða fast í hendi í kosningum.

Á það ber að líta að í síðustu alvöru kosnignum voru B og D listar kosnir til valda af meirihluta kjósenda og báðir flokkarnir voru andsnúnir ESB aðild. ESB flokkarnir buðu hinnsvegar mikið afhroð, það segir ýmislegt. Einnig ber á það að líta að spurningin um það hvort kjósendur vilji ESB aðild eða ekki er alveg skýr og auðvelt að svara henni, en hvort kjósendur vilji eða geti hugsað sér að kjósa Pírata er ansi víðtæk og óræð spurning og merkir marg breytilegt í huga fyrirspyrjenda ! Þess vegna er þetta ekki sambærilegt og hálmstrá ESB sinna að engu orðinn í þessu eins og öðru !

Gunnlaugur I., 4.11.2015 kl. 00:51

4 Smámynd: Baldinn

 B+D fengu ekki meirihluta atkvæða Gunnlaugur.  Þeir fengu einhver tæp 49%. Það var heldur ekki verið að kjósa um ESB í þeim kosningum því búið var að lofa þjóðaratkvæðisgreiðslu um málið á kjörtímabilinu sem nú virðist eiga að svíkja.

Baldinn, 4.11.2015 kl. 08:41

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Gunnlaugur, nú ef þetta eru þá rök sem gilda, þá má með þínum rökum ræða flugvallaramálið sem dæmi. Þar voru kosnir flokkar "í miklum meirihluta" eins og þü kýst að nefna það, í meirihluta. Meirihlutinn vill flugvöllinn i burtu. Hví þá að taka mark á skoðunarkönnunm eða undirskriftalistum. Er ekki pínu holur hljomur í þessu ? 

Með ESB þá er eg ekki sammála um að það,se bara já eða nei. Fyrst þarf e-ð áþreifanlegt, t.d drög að samningi, e-ð sem Nei-istar þora ekki að láta reyna á.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.11.2015 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband