Þriðjudagur, 3. nóvember 2015
Góðærið; rétt pólitík og röng
Þökk sé traustum innviðum, skynsemi þjóðarinnar, sem kaus af sér vinstristjórn, og nokkurri aðstoð að utan er komið bullandi góðæri.
Ríkisstjórnin, einkum Framsóknarflokkurinn, getur þakkað sér stóra hluta góðærisins. Rétt stefna í afnámi hafta og traust úrvinnsla skilar okkur vaxtaskeiði sem gæti varað í þrjú til fimm ár.
Verkefni ríkisstjórnarinnar næstu misseri er að útskýra fyrir þjóðinni að hvergi nærri sé sjálfsagt að svo hafi farið sem fór. Vinstriflokkarnir voru hættulega nálægt því að svipta þjóðina sjálfsforræðinu og leiða yfir okkur varanlega eymd.
Pólitík meðalhófsins er farsælust undir núverandi kringumstæðum. Ríkisstjórnin, sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, má ekki falla í þá gryfju að gefa hugmyndafræði lausan tauminn. Þjóðin fær grænar bólur þegar sjálfstæðismenn tala um einkavæðingu á þessu og hinu. Einkavæðing og græðgi leiddu til hrunsins.
Víðtækt samkomulag er um markaðshagkerfi með velferðarþjónustu. Ríkisstjórnin á að byggja á þessu samkomulagi og nota tímann fram að næstu þingkosningum að sannfæra þjóðina að miðhægristjórn sé rétta stjórnarmynstrið.
Keypt fyrir 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margt réttmætt í þessu hjá þér, Páll. Þó hlýtur þú að taka undir það að hlutur ríkisins í atvinnulífinu er allt of stór, beint og óbeint. Því verður að vinda ofan af þeirri óheilbrigðu starfsemi sem allra fyrst, annast fóstrar það spillingu pólitíkusanna, sem tók áratugi að losna við síðast.
Samkeppni við ríkisstýrð batterí er vonlaus. Vanda þarf til verka við það að losa ríkið sem allra fyrst úr atvinnurestri. Dreifa hlutabréfum til fólksins og selja sem mest af samkeppnisrekstri, það er heilbrigt.
Ívar Pálsson, 3.11.2015 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.