Mánudagur, 2. nóvember 2015
Stefán um mistök Samfylkingar gegn Framsókn
Samfylkingin skaut sig í fótinn með því að velja Framsóknarflokkinn sem höfuðandstæðing sinn. Með árásum á Framsóknarflokkinn, sem að upplagi er hægfara miðjuflokkur, málaði Samfylkingin sig út í horn.
Flokkur í stjórnarandstöðu verður að eiga sem mesta fræðilega möguleika á landsstjórn til að skapa sér trúverðugleika. Brjálæðislegar árásir Samfylkingar á Framsóknarflokkinn útilokuðu að þessir flokkar næðu saman í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá var hrunstjórnarmynstrið eitt eftir, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur, sem ekki var söluvænlegt - og er raunar ekki enn.
Stefán Ólafsson orðar mistök Samfylkingarinnar á varfærinn hátt
Framsókn varð kröftugur talsmaður velferðarstefnu og bættrar afkomu heimilanna, sem hún vildi setja í forgang. Að þessu leyti hefði Framsókn átt að eiga meiri samleið með vinstri og miðju flokkunum en raun varð á.
Samfylkingin fjandskapaðist sérstaklega í garð Framsóknar og boðaði fyrst og fremst aðild að ESB, sem allsherjarlausn á öllum vanda Íslendinga. Það voru stór mistök og flokkurinn galt afhroð í kosningunum. Framsókn myndaði stjórn með Sjálfstæðisflokki...
Með Árna Pál í brúnni hjá Samfylkingu er ekki líklegt að hatrinu á Framsóknarflokknum linni í bráð. Og með hverri vikunni sem líður næst næstu þingkosningum minnka líkur að Samfylkingin verði stjórntæk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.