Mánudagur, 2. nóvember 2015
Samfylkingarmaður: sigur Framsóknarflokksins útskýrður
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins, var eini stjórnmálamaðurinn sem sagði fyrir síðustu kosningar að Ísland væri í færum að ganga að þrotabúum föllnu bankanna til að verja stöðugleika efnahagskerfisins.
Á þessa leið skrifar Stefán Ólafsson prófessor og samverkamaður Jóhönnu Sigurðardóttur til margra ára. Stefán vísar í viðtal við Sigmund Davíð máli sínu til staðfestingar.
Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í síðustu kosningum vegna þess að fólk treysti málflutning formannsins og taldi farsælast að veita framsóknarmönnum umboð til að fara með landsstjórnina.
Undir forsæti Framsóknarflokksins rétti Ísland úr kútnum. Skuldir heimilanna voru leiðréttar og höftin eru afnumin. Hér á landi er full atvinna og hagvöxtur; í nágrannaríkjum er atvinnuleysi og samdráttur.
Grein Stefáns leggur drög að útskýringum á sigri Framsóknarflokksins í næstu þingkosningum, vorið 2017.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.