Sunnudagur, 1. nóvember 2015
Ný rök fyrir ríkisvæðingu banka
Samtök fjármálafyrirtækja lögðu í gær fram nýja röksemd fyrir því að ríkið ætti sem stærstan hlut í bankakerfinu. Líkur eru á að ríkið ráði tveim bönkum, Íslandsbanka og Landsbanka.
Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, færir fram þá röksemd í frétt RÚV að vegna röskleika ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs að skattleggja banka þá komi erlendir aðilar í auknum mæli og veiti bankaþjónustu hér á landi. Í frétt RÚV segir
Framkvæmdastjóri samtakanna segir að erlend fjármálafyrirtæki nái í vaxandi mæli viðskiptum af íslenskum fjármálafyrirtækjum
Og þetta er einmitt sem við þurfum. Vandi Íslands er að einkaframtakið kann ekki að reka banka. Það sýndi hrunið svart á hvítu. Þess vegna á ríkið að halda Íslandsbanka og Landsbanka í sinni eigu og skapa þar með rými fyrir fjölbreyttari bankaþjónustu, m.a. erlendis frá.
Þegar Samtök fjármálafyrirtækja játa stöðu mála á hreinskilinn hátt hlýtur ríkisstjórnin að taka mið af því og móta stefnu sem gerir ráð fyrir að ríkið eigi Íslandsbanka og Landsbanka til langs tíma.
![]() |
Arðgreiðslur banka hærri en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.