Þriðjudagur, 27. október 2015
Evran er atvinnuleysi og eymd; krónan er atvinna og hamingja
Í tísku er að níða skóinn af krónunni. Jónas heggur í hana og Brynjar N. tekur í sama streng. Ef það væri svo að valkostur við krónuna færði auðlegð, ríkidæmi og stöðugleika mætti taka mark á orðræðunni.
Evran er talinn valkostur við krónuna. Umræðan út í heimi er á þá lund að evran rífi í sundur samfélög vegna þess að hún viðheldur atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks. Telegraph ræðir ömurleika evrunnar ítarlega. Welt leggur dæmið upp á svipaðan hátt.
Þeir sem óska sér evru í stað krónu biðja um atvinnuleysi og eymd, einkum og sér í lagi hjá ungu fólki.
Krónan er besti vinur unga fólksins; stuðlar að atvinnu. Krónan er slagorðið ,,stétt með stétt" holdi klædd sökum þess að hún jafnar byrðunum þegar illa árar, með því að lækka í gengi, en eykur kaupmátt allra í góðæri með því að styrkjast.
Krónan er blessun sem þjóðin getur ekki verið án.
Athugasemdir
Krónan er ágæt, hún er líka ágæt í Noregi, Danmörku og Svíþjóð.
Auk þess virðast bretar sáttir við sín pund.
Evran virkar vel í Þýskalandi; sjálfsagt væru aðrar evruþjóðir jafnsettar ef evran héti einfaldlega þýskt mark.
Kolbrún Hilmars, 27.10.2015 kl. 11:40
Finnar tóku upp evru og voru kátir mjög, allt lék í lindi, Nokia upp á sitt besta og Finnar hamingjusamastir á norðurlöndum. Síðan missti Nokia fótanna, gróðinn hrundi og allt fór að snúast á verri veg. Nú er svo komið í Finnlandi að þeir dauðsjá eftir því að hafa tekið upp evru, nú hefur hamingjan snúist upp í böl. Öll loforð um bættan hag og betri tíð hefur umhverfst í lélegri kjör og hroll sem fer um finnsku þjóðina.
Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2015 kl. 12:39
Þetta er spurning um að fá laun greidd í krónum eða atvinnuleysisbætur í evrum.
Eggert Sigurbergsson, 27.10.2015 kl. 13:26
Eggert kannski í stíl við eina af landsfundatillögu Sjálfstæðisflokks, fá launin greidd í framhlaðinni mynt
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2015 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.