Mánudagur, 26. október 2015
Harđstjórar, byltingar og verri heimur
Ef fall harđstjóranna Gaddafi í Líbýu og Hussein í Írak er boriđ saman viđ frönsku byltinguna, sem er móđir allra vestrćnna byltinga, er eitt atriđi sem öđrum fremur sker sig úr.
Franska byltingin var dauđavottorđ lénskerfisins sem fjötrađi einstaklinga í stéttir međ guđs blessun. Eftir frönsku byltinguna missti kirkjan tökin og veraldarhyggja sótti í sig veđriđ. Einstaklingurinn fćddist ekki lengur inn í stétt heldur samfélag sem ţróađist í átt til lýđrćđis.
Fall Gaddafi og einkum ţó Hussein stuđlar ekki, a.m.k. ekki enn sem komiđ er, ađ afbyggingu trúarlegs valds yfir einstaklingnum. Ţvert á móti gýs upp öfgatrúarstefna sem pólitíkin ţar syđra og eystra hverfist um. Engu líkara er ađ samfélög múslíma óski sér trúarlegra miđalda.
Harđstjórarnir tveir voru vondir menn. En ţeir stjórnuđu í anda veraldarhyggju. Trúarlegar miđaldir eru heldur síđri kostur en vond veraldarhyggja.
![]() |
Heimurinn betri međ Saddam og Gaddafi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.