Mánudagur, 26. október 2015
Harðstjórar, byltingar og verri heimur
Ef fall harðstjóranna Gaddafi í Líbýu og Hussein í Írak er borið saman við frönsku byltinguna, sem er móðir allra vestrænna byltinga, er eitt atriði sem öðrum fremur sker sig úr.
Franska byltingin var dauðavottorð lénskerfisins sem fjötraði einstaklinga í stéttir með guðs blessun. Eftir frönsku byltinguna missti kirkjan tökin og veraldarhyggja sótti í sig veðrið. Einstaklingurinn fæddist ekki lengur inn í stétt heldur samfélag sem þróaðist í átt til lýðræðis.
Fall Gaddafi og einkum þó Hussein stuðlar ekki, a.m.k. ekki enn sem komið er, að afbyggingu trúarlegs valds yfir einstaklingnum. Þvert á móti gýs upp öfgatrúarstefna sem pólitíkin þar syðra og eystra hverfist um. Engu líkara er að samfélög múslíma óski sér trúarlegra miðalda.
Harðstjórarnir tveir voru vondir menn. En þeir stjórnuðu í anda veraldarhyggju. Trúarlegar miðaldir eru heldur síðri kostur en vond veraldarhyggja.
Heimurinn betri með Saddam og Gaddafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.