Sunnudagur, 18. október 2015
Trúarsannindi
Í samtímanum er öll trú kukl. Samt eru engir valkostir við trú. Þörf mannsins fyrir trú er staðfest í öllum menningarsamfélögum á öllum tímum. Trúarþörfin er svo rík að vantrú er boðuð með trúarsannfæringu.
Öll trú stendur á gömlum merg og er eftir því íhaldssöm.
Trú er ekki tilboð um málamiðlun. Eðli trúarinnar er sannindi sem maður samþykkir eða hafnar.
Í vestrænni menningu er trúin ekki lengur opinber heldur persónulegur kostur.
Fyrstu hjónin í dýrlingatölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt af því besa sem ég hef lesið:"VANTRÚ BOÐUÐ AF TRÚARSANNFÆRINGU".
Jóhann Elíasson, 18.10.2015 kl. 13:30
Hver er sú þekking sem Vantrú byggir á?
Hörður Þormar, 18.10.2015 kl. 13:54
Viðtal við Hamed Abdel-Samad um nýútkomna bók hans sem fjallar um Múhameð spámann. The case against the Prophet | DW News
Hörður Þormar, 18.10.2015 kl. 16:22
Takk fyrir upplýsingarnar um Hamed Abdel-Samad, Hörður. Þetta er merkilegur höfundur.
Wilhelm Emilsson, 18.10.2015 kl. 18:36
"Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá." "En án trúar er ógerlegt að þóknast Honum, því að sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa því að Hann sé til og að Hann umbuni þeim er Hans leita." Hebreabréfið 11.kafli vers 1 og 6.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.10.2015 kl. 21:55
Á Vísindavefnum er stutt en gagnleg umfjöllun um trúfrelsi á Íslandi. Sjá hér:
http://www.visindavefur.is/svar.php?id=2892
Hér er vísa sem allir, hvort sem þeir eru trúaðir eða trúlausir, geta sungið.
Á sandi byggði heimskur maður hús X3
og þá kom steypiregn
og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx X3
og húsið á sandinum féll.
Á bjargi byggði hygginn maður hús X3
og þá kom steypiregn
og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx X3
og húsið á bjarginu stóð fast.
Wilhelm Emilsson, 18.10.2015 kl. 22:54
Mér varð nákvæmlega eins innanbrjósts og Jóhanni,sem fyrstur er að tjá sig her.
.....Og Davíð kveður;" í djúpi andans duldir kraft bíða,hin dýpsta speki boðar líf og frið.
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2015 kl. 01:01
Þetta eru fallegar og merkilegar línur úr ljóði Davíðs Stefánssonar, Helga.
Wilhelm Emilsson, 20.10.2015 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.