Föstudagur, 16. október 2015
Byltingar-Jóhanna og barnið Árni Páll
Stjórnarskráin er ,,baráttan um Ísland" segir Jóhanna Sigurðardóttir í ræmu um síðustu daga fyrstu hreinu vinstristjórnar lýðveldisins. Orðfærið er þrungið byltingarmóði.
Bylting er þegar gömlu valdakerfið er sópað í burtu og nýju kerfið komið upp. Vinstrimenn ætluðu sér að bylta lýðveldinu og setja á fót einstefnuríki góða fólksins, þar sem ein samræmd skoðun ríkti í hverju máli - að viðlögðu einelti og félagslegri útskúfun.
Árni Pál Árnason tók við keflinu af Jóhönnu sem formaður Samfylkingar. Hann lýsir einstefnuríkinu með þessum orðum
Og mér finnst á köflum hafa gætt í umræðum um þetta mál á síðustu misserum einhverrar rétttrúnaðarherferðar - að annað hvort skrifi þú upp á heilan pakka gagnrýnislaust eða þú ert svikari, þjóðníðingur eða handbendi ráðandi afla. Þetta er bara óboðleg umræða [...] Þar sem sumir eru góðir og aðrir vondir.
Byltingin gerir ekki málamiðlanir. Maður er með eða á móti byltingu; þess vegna étur hún börnin sem hika og taka ekki af skarið.
Á meðan Árni Páll er étinn horfir Jóhanna á og nýtur ríflegra eftirlauna frá lýðveldinu sem hún vildi kollsteypa.
Athugasemdir
"Byltingin" með stjórnarskránni nýju var ekki meiri en það, að reynt var að hafa til fyrirmyndar það besta úr stjórnarskrám landa í Norður-Evrópu, svo sem Finnlands og Þýskalands.
Ómar Ragnarsson, 16.10.2015 kl. 12:57
Valdaafsal á fullveldinu var líka eitt af smáatridunum í nýju stjórnarskránni, sem var nú svosem ekkert til ad hafa á ordi, en samraemist ad sjálfsögdu stjórnarskrám landanna í "kringum okkur", eins Finnlandi og Thýskalandi, svo einhver séu nefnd. Smámunir sem varla tekur ad nefna, eda hvad?
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 17.10.2015 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.