Ríkisstjórnin sýni aðhald og fordæmi

Kjarasamningar síðustu missera voru afleiðing af tveim ánægjulegum þáttum í hagkerfinu. Í fyrsta lagi var kreppan kvödd með þeim langa skugga sem hún varpaði yfir á atvinnulífið, að ekki sé talað um þjóðlífið almennt.

Í öðru lagi vann ríkisstjórnin stórsigur gagnvart kröfuhöfum þrotabúa föllnu bankanna og setti saman áætlun sem losar Ísland undan snjóhengjunni, sem svo var nefnd, og átti að falla með miklum þunga á efnahagskerfið.

Þenslan sem bjartsýni síðustu missera leiddi af sér verður að ná stjórn á. Ríkisstjórnin þarf að sýna aðhald og halda að sér höndum í eyðslu. Vextir verða að hækka til að hemja framkvæmdagleðina, - svo hún endi ekki með timburmönnum verðbólgu.

 


mbl.is Þenslueinkenni þegar sýnileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skömm er að því að muna ekki eftir snilld ríkisstjórnarinnar,við að losa landið undan snjóhengjunni. Það á að þakka það sem vel er gert,en þá koma aðrar ógnir,sem vert er að minna á. Það eru glompur að varat í hindrunarhlaupinu,ekki vera að þenja sig. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2015 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband